Öryggismyndavél á raðgreiðslum

Í dramaþrunginni lýsingu á mótmælum við Alþingishúsið segir fréttin á mbl.is m.a.

Meðal annars gekk einn mótmælandinn að Geir Haarde forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra eftir að hafa hrint lögreglumanni úr veginum. Fas hans var heldur ógnandi fyrst um sinn en í ljós kom að hann vildi einungis koma skoðunum sínum á framfæri við þau með orðum“.

Nú er mótmælandinn sagður hafa hrint lögreglumanni til að komast að Geir en í annarri frétt, sem er sennilega sannari, varð lögreglan þess ekki vör þegar maðurinn labbaði að honum því hún var upptekin við að rjúfa skarð í mótmælenda hópinn fyrir Geir og Þorgerði.  Ef hann hrinti lögreglumanni er þá ekki skrítið að hann skuli hafa fengið að halda áfram för sinni að Geir?

Ekki urðu Geir eða Þorgerður fyrir sýnilegu tjóni af þessari „árás“ nema kannski ófyrirséður skaði á  nærhaldi forsætisráðherra, en það verður ekki skrifað á reikning neins því eins og kunnugt er af bankasukkinu, ber enginn ábyrgð á því „ófyrirséða“.  

bláa höndinÍ kjölfar þessa óttast landsfeðurnir mjög um öryggi sitt, en gefa skít í mótmælendur og aðra landsmenn, ef frá er talið útrásar- og sukkliðið, það nýtur enn verndar Bláu handarinnar enda lungað úr flokkeigendafélaginu.

Tveir mótmælendur voru handteknir fyrir skemmdir á öryggismyndavél, sem þegar var skemmd. Það var snjöll hugmynd að ætla að  láta mótmælendur borga raðgreiðslur á sömu myndavélinni. Það gekk víst ekki eftir.

Er það rangt munað hjá mér að einhverjir hafi sagt að það þjónaði ekki neinum tilgangi að leita sökudólga? Hvað þarf tjónið að verða mikið í hverju tilfelli svo sú regla verði virk?

.


mbl.is Allir tiltækir lögreglumenn við Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband