Er veðjað á að kjósendur séu fífl?

Nú hefur Ríkisendurskoðandi  staðfest það sem ég sagði í greininni hér á undan að hann hafi ekki heimild til þeirrar rannsóknar sem Guðlaugur hefur sagst ætla að óska eftir.

Guðlaugur ætti að líta sér nær í viðleitni sinni að hreinsa sig af þeim ákúrum sem á hann eru bornar. Eðlileg væri að hann birti framboðsbókhald sitt svo ljóst verði að þar sé ekkert sem ekki ætti að vera þar. Það væri góð byrjun.

Það ættu raunar allir frambjóðendur að gera. Það liggur í augum uppi að það er lítið samhengi í því  að setja reglur um fjárframlög til stjórnmálaflokka en hafa allt galopið varðandi stór framlög í  persónulega kosningasjóði frambjóðenda. Slíkt getur aldrei annað en lyktað illa.Bjarni Ben

Formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekaði í hádegisfréttum áðan að allt væri komið fram í málinu sem máli skipti. Hann sagði það ámælisvert hvernig fréttaflutningi undanfarna daga hefði verið háttað og honum stýrt. Enginn virtist vilja ræða hvernig vinna ætti úr þeim vandamálum sem þjóðin standi frammi fyrir.

En Bjarni, er það ekki eðlilegt þjóðin hafi af því nokkrar áhyggjur og vilji vita, eftir það sem á undan er gengið, hvaða og „hvernig“  frambjóðendum henni standi til boða til úrvinnslu á þeim mesta vanda sem að þjóðinni hefur steðjað?  Eða kemur þjóðinni það ekki við? Er grunur um mútugreiðslur eitthvað sem ekki skiptir máli?

Er það ámælisvert Bjarni að fjölmiðlum og almenningi þyki það fréttnæmt að Sjálfstæðisflokkurinn,  þetta rómaða virki dyggða og dáða sé með allt niður um sig í því sem sagt hefur verið aðall flokksins?

En þó vilji formanns Sjálfstæðisflokksins standi til að þeir geti snúið sér að eðlilegri kosningabaráttu þá mun slíkt ekki gerast meðan þeir hætta ekki yfirklóri og undanbrögðum í stað þess að leggja spilin á borðið og gera hreint fyrir sínum dyrum.

Mig grunar að framundan sé harður og óvægin slagur, þar sem öllu verði til tjaldað,  persónulegt skítkast verði ekki sparað og  tilgangurinn látin helga meðalið til að rétta hlut flokksins.

Enginn kemst með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn, þessi unandi mannlegra dyggða, hefur tærnar í rógburði  þegar að honum kreppir, af því hef ég bitra persónulega reynslu.


mbl.is Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Flokkurinn hefur bókstafleg byggt tilveru sína á þeirri sannfæringu að kjósendur séu fífl

Finnur Bárðarson, 14.4.2009 kl. 14:00

2 identicon

Enda hefur það sýnt sig í gegnum tíðina að það er ekki sannleikanum fjarri, enda hafa þeir verið við völd í tæpa tvo áratugi.

Hallgrímur Axelsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband