Í anda lýðræðisins

ástþórÞað er jákvætt fyrir lýðræðið, tilgang þess og anda, að framboð Lýðræðishreyfingarinnar var úrskurðað gilt.

Flestir hafa skoðun á Ástþóri Magnússyni og skoðunum hans, ég er einn af þeim. Mín skoðun á Ástþóri er í stuttu máli  sú að hann verður seint valkostur hjá mér í kjörklefanum.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að allir eiga að hafa skýlausan rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós hvar og hvernig sem er svo fremi að þeir gangi ekki með því á rétt annarra.

Það tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi hefur Ástþór Magnússon rétt eins og aðrir.

Skoðanir og yfirlýsingar á þá leið „að það væri nauðgun á lýðræðinu ef Ástþór fengi að bjóða fram aftur“ hittir engan fyrir nema höfund sinn og opinberar aðeins takmarkaðan skilning viðkomandi á lýðræðinu og virðingu hans fyrir því.

Lýðræðið verður í mínum huga aldrei það sem því var ætlað að vera nema það sé alltaf virkt, líka þegar það vinnur gegn persónulegum hagsmunum mínum.


mbl.is Framboð P-lista úrskurðað gilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er komið að því

að íslendingar vakni

úr vondum draumi

 mjög vondum draumi

Það er komin tíma til að trúa á betri tíma ekki blekkingar

þá er bara hægt að velja 2 flokka til að hreinsa samviskuna

ÞEIR ERU

X - P  

X - O 

Þessir tveir flokkar koma ferskir og sterkir inná þing

við þurfum flott fólk sem þorir að gera hlutina ::::::::

Zippo (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það hefur ekki verið lýðræði í landinu í lengri tíma. Frá því að almennileg mótmæli hófust, hefur verið skrílræði. ;] 

Zippo: Held að þorið hafi aldrei vantað. Frekar heiðarleikann. ;P

Annars, nei takk. ;)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.4.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.