Refsing tekin út fyrirfram!

Rök Héraðsdóms Suðurlands fyrir sýknu í þessu máli eru einhver þau undarlegustu sem ég hef heyrt eða séð í sakamáli.

Það er mat dómsins, að hefði þetta síðasta brot verið tekið með í fyrri dómi yfir manninum hefði það ekki orðið til refsihækkunar,  því sé ekki ástæða til að vera að gera vesen út af því!

Fangar-1-FrettirEkki verður annað skilið en Héraðsdómur Suðurlands telji fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum of þungann og því eigi hann „inni“ og geti haldið áfram að brjóta af sér uns hann hafi fyllt upp í dóminn.

Það hefur því verið tekin upp sú nýlunda að menn geti setið af sér dóma fram í tíman.

Það er deginum ljósara að Héraðsdómur Suðurlands telur það ekki ámælisvert að fíkniefnum sé smyglað inn í fangelsið á Litla Hrauni og þeim dreift þar.

.

  
mbl.is Ekki refsað fyrir að geyma fíkniefni í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt rangt hjá þér. Hann var ekki sýknaður, heldur var hann sakfelldur. Málið er næstum ársgamalt. Hefði aldrei haft áhrif á fyrri dóminn og því hárréttur dómur.

 Ekki vera refsi-fasisti.

Vinur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.