Rökrétt hugsun

Karius og Baktus

Það er bæði rökrétt og skynsamlegt að skattleggja óhollustu hvers konar, verði þeim tekjum beint til heilsuverndar og baráttu gegn óhollu líferni sem kostar skattgreiðendur fé.

Þar er tannheilsa barna sannarlega ofarlega á blaði.

.

 


mbl.is Sykrað gos skattlagt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað rugl er þetta. Enga svona forræðishyggju hér, við höfum ekkert með hana að gera.

nonni (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er nefnilega það sem þarf í þessu tilfelli, forræðishyggju. Því foreldrar virðast hvorki geta látið börnin bursta tennur eða bannað þeim þamba þennan kókfjanda. Er tært íslenskt vatn ekki nógu gott fyrir liðið?

Finnur Bárðarson, 14.5.2009 kl. 17:42

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

nonni.... já þú hafnar svona forræðishyggju, sem þú kallar svo. En ef þú hafnar forræðishyggju viltu þá borga sjálfur alfarið fyrir menntum þína og barna þinna, heilbrigðisþjónustu og aðra þá sameiginlegu þjónustu sem sjálfsögð þykir?

Nei, ég hélt ekki.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Finnur, það er sorglegt að síminnkandi þátttaka ríkisins í tannheilsuvernd barna undanfarin ár hefur leitt til þeirrar niðurstöðu sem við blasir.

Vaxandi fjöldi fólks stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að vegna fjárskorts mæta allir valkostir, eins og heilsuvernd, sem hægt er að fresta, hreinlega afgangi og er frestað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2009 kl. 17:51

5 identicon

Já, við ættum líka að skattleggja fólk sem hefur miklar líkur á að fá hjartaáfall, það er nefnilega svo dýrt fyrir heilbrigðiskerfið. Já og svo er líka ódýrara að reka bara einn spítala þannig að við ættum að skattleggja fólk með fjarlægðarskatti sem er fall af fjarlægð lögheimilis frá landspítala hringbraut. Svo þurfum við að skattleggja mjólk því hún getur valdið offitu.

Hey af hverju gerum við þetta ekki bara auðvelt og látum ríkið senda okkur heim á hverjum degi þann mat sem við megum borða!!!!

Jeje (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:04

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jeje, Þú snýrð öllu á haus. Það er ekki verið að tala um að skattleggja þá sem veikjast heldur þvert á móti þá þætti sem veikja fólk.  Ef hægt væri að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma með verðstýringu á áhættu þáttum, næðist fram sparnaður.

Ef þú vilt láta taka þig alvarlega þarftu að skrifa undir nafni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2009 kl. 18:24

7 identicon

Og það sem leiðir beint af orðum þínum er sú spurning hvenær ríkið fer að skattleggja hættuleg genamengi t.d. þá sem eru úr fjölskyldum sem hafa mikla tíðni hjartasjúkdóma?

Ef þú vilt láta taka þig alvarlega verðurðu að segja eitthvað gáfulegt.

Jeje (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:33

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað gera menn ef bílinn bilar ? Borga og kvarta ekki yfir svimandi verði.

Finnur Bárðarson, 14.5.2009 kl. 19:21

9 Smámynd: Ignito

Ögmundur er auðvitað að réttlæta skattaukningu með því yfirskini að þessi skattur muni minnka gosdrykkju.  Ástæða þessa skatts er eingöngu til að auka tekjur ríkisins.  Ég sé ekki fólk minnka neyslu á svona vörum nema rétt í upphafi.

Þetta raðast á sömu hillu og hækkun álaga áfengis sem hefur engan veginn áhrif til minnkunar neyslu á þeirri vöru.  Eina sem virðist virka er aukning forvarna og upplýsingar um óhollustu þeirra vara sem um getur.

Ef þessi hugsun um lýðheilsu á að ganga alla leið hvers vegna er ekki reynt að lækka álögur á hollar vörur ?  Ekki hef ég séð neinar tillögur þess efnis.

Ignito, 14.5.2009 kl. 19:25

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jeje, hvar ert þú staddur/stödd? Á hvaða línu ert þú? Á hvað  plánetu? Í hvaða umræðu?  Örugglega ekki hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2009 kl. 19:26

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ignito, hvaðan vilt þú taka kostnað við auknar forvarnir og upplýsingar um meinta óhollustu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2009 kl. 19:30

12 Smámynd: Ignito

Það er eiginlega ekki það sem ég er að koma að.  Það er að segja kostnaðinn vegna forvarna.  Það sem ég á við er að álagan mun ekki breyta neyslu fólks á óhollum vörum.   Forvarnir myndu gera það frekar þó ég geri mér alveg grein fyrir að í núverandi ástandi þá eru kostnaðarliðir ávallt slæmur kostur og ekki eitthvað sem ég persóulega myndi setja í forgang.

Það sem ég vill koma að er að þessi sykurskattur er eingöngu hugsaður (að mínu mati) sem tekjuaukning ríkisins en ekki sem einhver tannvernd.

Ignito, 14.5.2009 kl. 21:02

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ignito, forvarnir kosta peninga, eðlilegast er að þeir peningar komi frá þeirri vöru sem varnirnar beinast gegn. Það verður ekki gert nema leggja álögur á viðkomandi vöru í einhverju formi, tollum, vörugjöldum, skatti eða hvað þetta heitir allt saman.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband