Eru þeir hvað harðast berjast fyrir „fortíðarlausa“ hælisleitendur tilbúnir að hýsa þá sjálfir?

Það er umhugsunarvert að einhverjum skuli finnast eðlilegt að fólki, sem logið hefur til um uppruna sinn og hvorki vill eða getur leiðrétt þann málflutning eða tilgang sinn,  sé athugasemdarlaust veitt landvist.

Ætli þetta sama fólk, sem hvað harðast gengur fram,  sé tilbúið að veita heimilislausum aðilum, sem  jafnvel eru orðaðir við glæpsamlega starfsemi, skjól á sínu heimili án nokkurra skýringa eða trygginga?

Hitt er annað mál að seinagangur við afgreiðslu mála er ekki afsakanlegur.


mbl.is Mótmæla við þingsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég ætla að leyfa mér að vera sammála þér þó þú sert krati   það eru reglur og eftir þeim þarf að fara. Eða þá að taka reglurnar og opna landið alveg því eins og dómsmálaráðherra sagði það verður eitt yfir alla að ganga.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.5.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka þér,  Jón að láta svo lítið að horfa framhjá stjórnmálaskoðunum mínum og leggja mér lið. Minni hefur stuðningurinn sannarlega verið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2009 kl. 19:09

3 identicon

Þið eruð rasistabullur,, Þetta fólk hefur ekkert gert okkur,,Það á bara bágt og okkur ber skylda að hjálpa slíku fólki,, Alger óþarfi að flagga einhverjum laga og reglugerðaverki framan í landflótta útlendinga sem eiga erfitt með að tilgreina hvaðan þeir koma og hversvegna þeir þurfa að fela sig hér,,Okkur ber skylda að sína þeim þá gestrisni sem þeir biðja um,,meðan þeim þóknast að þiggja,,Okkur munar ekkert um að leigja heilt hótel með tilheyrandi trakteringum utanum fólkið,,Skítt með bankahrunið og atvinnuleysið,,það er ávallt pláss fyrir fleiri í velferðakerfinu,,

Bimbó (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bimbó, svo þú getir kallað aðra illnefnum, rasista og þannig ósóma þarftu sjálfur að sýna þann manndóm að koma fram undir nafni, ef ekki eru aðeins lítilsigld mannleysa sem ekki getur gert kröfu til þess að á þér sé mark tekið. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2009 kl. 21:53

5 identicon

Afsakið,,Bullið, Hélt að skrifin væru skiljanlega vel mótsagnakennd,,Einhvern veginn virðist mér að sum mótmæli séu að fara úr böndunum,, Heimska sé að verða að faraldri ,,Sérlega hvað þessa flóttamenn varðar,,

Bimbó (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband