Að segja eitt en meina það gagnstæða.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels segist styðja Palestínskt ríki. En því setur hann svo ströng og óaðgengileg skilyrði að ekki fer á milli mála hvað hann meinar.

Að stofnun Palestínsks ríkis komi aldrei og undir engum kringumstæðum til greina. benjamin netanyahu

Með þessari framsetningu getur Netanyahu sagst hafa boðið frið en verið hafnað. Þetta eru stöðluð vinnubrögð Ísraelsmanna. Ísraelar hafa stundað það að eyðileggja friðarumleitanir á lokametrum samninga með því að boða til nýrra landtökubyggða eða annarra álíka aðgerða og  kallað þannig á viðbrögð hjá öfgamönnum Hamas.

Eina vonin til friðar er að Bandaríkjamenn setji Síonistum stólinn fyrir dyrnar og neyði þá til friðarsamninga, alla leið.

Ræða Obama á dögunum vekur þá von að einmitt það gæti orðið raunin.

 
mbl.is Netanyahu styður Palestínuríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér.

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 21:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Gunnar Geir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband