Á forsetinn annan kost en hafna undirskrift og vísa afgreiðslu Alþingis á Icesave samningnum til þjóðarinnar?

forseti_slands_JPG_550x400_q95Ég hallast helst að því að okkur beri því miður, lagarlega og þjóðréttarlega séð, að greiða þessa bölvuðu útrásar afurð.

En þar sem þetta er örugglega eitt stærsta mál sem komið hefur fyrir Ríkisstjórn Íslands og Alþingi þá getur vart farið öðruvísi en forsetinn synji þessu máli samþykki og undirskrift og vísi þannig endanlegri afgreiðslu til þjóðarinnar.

Hafi mikilvægi „fjölmiðlafrumvarpsins“ verið slíkt að það réttlætti synjun forseta á sínum tíma, sem ég rengi ekki, þá er þetta mál það svo sannarlega. Fróðlegt væri að sjá haldbæran rökstuðning að svo sé ekki.

Hafni þjóðin þessu Icesave ógeði þá er það hennar val og hún er þá væntanlega tilbúin að taka meintum afleiðingum.

 
mbl.is Getum staðið við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er á svipuðu róli, en gerir þjóðin sér grein fyrir afleiðingunum. Annars finnst mér að þingmenn eigi að axla ábyrgðina þeir heimtuðu af okkur að fá það vald. Það er svolítið billegt að ýta þessu yfir á mig sem veit ekkert í minn haus.

Finnur Bárðarson, 29.6.2009 kl. 18:45

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Held að forseti okkar geri ekki neitt hann er í súpukatlinum líka því miður

Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.6.2009 kl. 19:00

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála því Finnur að þjóðin sjái ekki heildarmyndina, en hafni hún þá getur hún engum um afleiðingarnar kennt, nema sjálfri sér.

Marteinn, ég veit ekki í hvaða súpu forsetinn er. Ef þú ert að vísa til stuðnings hans við útrásina, þá gerði hann ekki annað en nær allir aðrir gerðu, dansaði með. 

Örfáir menn vöruðu við bullinu, þeir voru hrópaðir niður, sem öfundar og úrtölumenn og voru ekki hátt skrifaðir og þá ekki hvað síst af þeim mönnum sem nú fara mikinn í gagnrýni á björgunaraðgerðir vegna þeirra eigin verka.

Ég sé fyrir mér hraunið sem forsetinn hefði fengið yfir sig, hefði hann blandað sér í litla andstöðu hópinn. Mér finnst því gagnrýnin á forsetann ekki fyllilega sanngjörn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.6.2009 kl. 19:39

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

opnum þessar icessve bækur og sjáum hvað í þeim stendur - hver veit hvað bíður hvort við ákveðum af eða á ?

ég er enn þeirrar skoðunar að borga ekki en ég vel skinsemina umfram mína skoðun sé það hagsælla fyrir okkur öll

Jón Snæbjörnsson, 30.6.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband