Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kastar bjargi úr glerhúsi.

Þorgerður Katrín GunnarsdóttirÞorgerður Katrín Gunnars- dóttir vill semja aftur um Icesave, of miklir hags- munir séu í húfi fyrir þjóðina til að þessi samningur standi.

Gott og vel, en ætli Þorgerður sé sama sinnis að of miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þjóðina að ákvörðun stjórnar Kaup- þings að fella niður ábyrgðir á lánum til starfsmanna bankans  til hlutabréfakaupa standi óhögguð?

Þessi ákvörðun bankans losaði Þorgerði og mann hennar við það vesen að greiða brasklán í Kaupþingi upp á  893.000.000,00 kr. Í staðinn var Þjóðinni sendur reikningurinn.

 Ætlar Þorgerður að draga upp veskið og greiða sínar skuldir sjálf, eða finnst henni ofur eðlilegt að Alda öryrki á Akranesi, Siggi smiður á Suðureyri, Silla saumakona á Siglufirði og Valdi verkamaður í Vestmannaeyjum verði látin sjá um þetta smáræði fyrir hana?

 
mbl.is Viljum semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vá, af hverju blandarðu þessu tvennu saman?

Sigurður Þórðarson, 2.7.2009 kl. 19:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki augljóst Sigurður, Þorgerði finnst óeðlilegt að Íslenska þjóðin beri ábyrgð á Icesave, með réttu eða röngu. En henni finnst eðlilegt að þjóðin sé greiðandi að misheppnuðu fjárhættuspili þeirra hjóna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2009 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.