Ekki stóð það lengi.

Borgarahreyfingin er strax búin að gefa upp á bátinn að láta samviskuna ráða og eru byrjuð á hrossakaupum. 

Verði Icesave ekki hafnað þá hefur hreyfingin ákveðið að kasta yfirlýsingum sínum fyrir kosningar og breyta afstöðu sinni til tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Magnað.


mbl.is „Bregðast trausti kjósenda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Persónulega, finnst mér þetta vera áhugaverð leið, sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa nú komið fram með, enda er vitað að ef Icesave deilan, stendur enn yfir þegar umsókn um ESB, væri sett in á fund utanríkisráðsherra ESB, þá væri ráðherrum Breta og Hollendinga, mjög í lófa lagið, að koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.

Flóknara er það ekki.

Það, er ekki hægt að láta eins, og þessi mál hafi enga tengingu. Samfylkingin, vill ekki hrófla við Icesave samningnum, vegna ótta við, nákvæmlega þ.s. ég er að lýsa.

Síðan, í kjölfar þessa tiltekna fundar, utanríkisráðherra aðildarríkjanna, hafa ríkin 2. mjög mörg önnur tækifæri, til að þvæla, tefja eða stöðva málið - nokkurn veginn, hvar sem er í ferlinu.

Með öðrum orðum, Icesave verður að leysa, til þess að innganga sé yfirleitt möguleg.

Sýnt hefur verið fram á að Icesave samningurinn, sé það slæmur að semja beri upp á nýtt. En, sú aðgerð inniber þá áhættu, sem öllum ætti að vera ljós, að umsókn Íslands muni tefjast, meðan á ný samningalota um Icesave, muni standa yfir.

Hvað vilja menn gera?

Er, innganga í ESB, svo stórt mál, að það einfaldlega verði að gangast undir Icesave?

Ég bendi á nýlegar hagspár, dökka spá Framvkæmdastjórnar ESB, um framtíðarhorfur í efnahagsmálum ESB, og spá AGS um horfur í heiminum öllum. Spá AGS, gerir ekki ráð fyrir neinum hagvexti í ESB, á næsta ári. Spá, Framkvæmdastjórnarinnar, beinlínis spáir því að hagvöxtur á Evrusvæðinu verði skaðaður í kjölfar kreppunnar, um 50%, og síðan, muni það taka nokkur ár fyrir það ástand að lagast, sbr "lost decade scenario":

"The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"

"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "

Kynntu, þér þessar skýrslur.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er margir bloggarar sem trúðu á BH á sömu línu og þú, þeir eru ekki lengi að læra trixin. Segi bara bless BH

Finnur Bárðarson, 15.7.2009 kl. 14:13

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einar Björn þú segir - "Persónulega, finnst mér þetta vera áhugaverð leið, sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa nú komið fram með, enda er vitað að ef Icesave deilan, stendur enn yfir þegar umsókn um ESB, væri sett in á fund utanríkisráðsherra ESB, þá væri ráðherrum Breta og Hollendinga, mjög í lófa lagið, að koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar."

Þetta er athyglisverður texti en þarna ertu í hróplegri mótsögn við sjálfan þig.  Ef Icesave verður slegið út af borðinu munu Bretar og Hollendingar fráleitt líta á það sem lok og lausn þess máls. Þeir munu þá pottþétt koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.

Þú hefur rétt eins BH hugsað þetta á hvolfi, hafi þessari snilld átt að liðka fyrir málinu. 

Ég er sammála því að Icesave er slæmur samningur, enginn hefur haldið öðru fram, eitthvað annað en slæmt var og verður bara ekki í boði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2009 kl. 18:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Finnur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2009 kl. 18:22

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, þ.s. ég á við, umsóknin fer inn, en málið verður þá í byð á borði Ráðherra-ráðs ESB, þangað til Icesave samningar, eru kláraðir.

Getur skoðast, sem millileið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband