Tilfinningalegar ógöngur?

Margir hafa bloggað um þessa frétt og eru þau mjög á einn veg, eðlilega því tilfinningar eru látnar ráða för. Í flestum málum verður að draga línur, spurningin er einungis hvar línan er dregin.

Það er auðvitað hart ef  línur eru dregnar þvert á fjölskyldur og þeim sundrað, það viljum við eðlilega ekki. En málið er bara ekki svo einfalt, ekki bara svart og hvítt. Dóttirin tilheyrir núna samkvæmt Íslam fjölskyldu eiginmannsins ef ég hef skilið hlutina rétt.

Ef við viljum ekki sundra fjölskyldum þá færum við línuna aðeins til og fáum dótturina hingað og auðvitað ásamt eiginmanni því ekki viljum við sundra þeim.

Væri málið þá leyst? Nei því miður ekki. Nú erum við að sundra fjölskyldu eiginmannsins ef hann kemur hingað en ekki foreldrar hans og systkini . Ef við viljum ekki, eins góðhjörtuð og við Íslendingar erum, halda áfram að sundra fjölskyldum þá verður enn að færa til línuna okkar góðu og fá hingað fjölskyldu mannsins.

Sú fjölskylda er auðvitað tengd þvers og kruss inn í aðrar fjölskyldur og o.s.f.v. og eigi engar línur að draga og engum fjölskyldum að sundra bjóðum við einfaldlega allri Palestínsku þjóðinni hingað, önnur lausn er ekki til.


mbl.is Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Skúladóttir

Heyr,heyr.

Guðrún Skúladóttir, 24.7.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Svo kemur afinn og amman, þarnæst afabræður eða systur, ömmusystur/bræður og svo framvegis, hvað er þetta margt þegar allt er upptalið, "það má ekki sundra fjöskyldunni" eða hvað, við skulum ekki flytja inn fleiri vandamál en við ráðum við, eigum nóg með okkar eigin.

Hörður Einarsson, 24.7.2009 kl. 22:01

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir álitsgerðirnar Guðrún og Hörður.

Það sem ég var að benda á með þessu greinarkorni mínu er að einu gildir hvar línan er dregin, hún hefur alltaf í för með sér aðskilnað, sundrungu eða klofning, eftir því hvernig það er skilgreint.

Til að forðast slíkt er eina leiðin að taka allan pakkann. Það er ekki spurning hvort við viljum það heldur hvort það er framkvæmanlegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.7.2009 kl. 00:01

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Færri múslima á Íslandi  því betra

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.7.2009 kl. 09:07

5 identicon

Við  höfum  auðvitað  ekkert  efni  á  að  halda  þessu  vandræða liði  hér uppi á íslandi.

Skilum  því  til Sádi  Arabíu,  þeir  eru  skyldugir  að  taka  við flokksbræðrum  sínum.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvert á að skila þér Skúli?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2009 kl. 12:18

7 identicon

Sæll Aftur Axel,

Hér  er  kveðja  til  þín  og  allra  naívista  frá  þrem  fyrrverandi múslímakonum.

http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2009/8/2/hofnunaislameftirthrjarfyrrverandimuslimakonur-i-thattur/

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 21:09

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kann því illa að vera gerðar upp skoðanir Skúli. En varðandi þessa sendingu þína þá verður hatursáróður ekki sannur þótt um hann séu gerð fín myndbönd fyrir auðtrúa.

Sjáir þú mun á þér og þeirri hugsun skoðunum sem lýst er í myndbandinu, þá ert þú sannarlega engu betri.

Þér er frjálst að hafa þínar skoðanir en mér liði betur ef þú létir vera að færa hatur og heift inn á mína síðu, þú getur haft það til heimabrúks.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband