Holdasýning og pungakáf

MISS_WORLDÍslendingar eiga góða möguleika á að verða heimsmeistarar í holdafari og punga káfi nú um helgina.

Því um helgina fer fram  á Bahamaeyjum alþjóðleg holdasýning, þar er keppt í beru holdi kvenna, kostum þess og  gæðum. Að venju eru fjölmiðlar farnir að veðja á Íslenskan sigur.

Á Ströndum er líka keppt í holdsins gæðum um helgina, þ.e.a.s.hrútur hinu svokallaða hrútaþukli en þar fara keppendur auk sjónmats höndum um lendar og annað hold hrútana til að kanna kosti þeirra.

Markmið beggja keppnanna er að velja besta ásetninginn.

Þetta verður því helgi holdsins.


mbl.is Verður Ingibjörg Ragnheiður Ungfrú alheimur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er það þá svona hvað hrúta varðar a.m.k. stærðin skiptir máli eftir allt saman ?

Finnur Bárðarson, 22.8.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð að játa fáfræði mína í fræðum þessum

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2009 kl. 17:21

3 identicon

svo er ekki verra ef að hrútarnir eru stórir og stæðilegrir, annars eru þetta flókin fræði hvað hrúta varðar

Stefán Fannar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 01:47

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo hefur verið orðrómur uppi, hvað gimbrarnar varðar, að dómara "þukl" utan hefðbundinna sýninga hafi oft liðkað fyrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.