Er ekki lengur nauðsynlegt að...

 101298...að fólk sýni ógnandi tilburði eða að öðru leiti afbrigðilega hegðan til að lögreglan stökkvi á það og skelli í járn.

Ef þessi starfsnýung er eftir stöðluðum vinnureglum  þarf ungi og knái Lögreglustjórinn í Reykjavík að hysja upp um sig og liðið buxurnar og breyta þeim vinnureglum hið snarasta aftur til fyrra horfs.

Hendi lögreglan burt mannlega þættinum í sinni vinnu og eykur hörku, kallar hún aðeins yfir sig aukið ofbeldi. Það vill enginn.

 
mbl.is Í handjárn en óölvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki nægilega afbrigðilegt að þeir fá tilkynningu um ölvaðan einstakling í umferðinni sem siðan klessir bilin með því að fara þvert yfir götuna og í veg fyrir mætandi bilum?
Það ætti i þeirra hug að sýna fram á dómgreindarskort og þá er betri að hafa vafan á. Og það var ekki eins og hún var snúin niður í jörðina og járnuð.

toggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:56

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Toggi: Hver tilkynnti um ölvaðan ökumann? gat ekki lögreglan séð samstundis að svo var ekki. Þetta með vafann já handjárna alla nema útvalda

Finnur Bárðarson, 22.8.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Toggi, það er skiljanlegt að sá sem tilkynnti atburðinn til lögreglu hafi talið að um ölvun væri að ræða.

En það mat á ekki að stýra aðgerðum lögreglu á vettvangi. Lögleglan á að sjálfsögðu að meta aðstæður sjálf.

Lögreglumaður sem  ekki sér hvort kona, sem situr fyrir framan hann,  er alvarlega undir áhrifum vímuefna eða ekki þarf að fara í endurmenntun eða handjárn sjálfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2009 kl. 20:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Finnur, einmitt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2009 kl. 20:05

5 Smámynd: Stokkarinn

Þarf það að sjást á manneskju hvort hún sé ölvuð eða ekki?

Stokkarinn, 22.8.2009 kl. 20:31

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stokkari, sjáist merki um vímuefni ekki af reyndum manni er það ekki þess vert að hafa áhyggjur af.

Og meðan sá grunaði hefur enga tilburði til mótþróa, mætti ætla að handjárn séu óþörf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2009 kl. 20:48

7 identicon

Það eru a.m.k. tvær hliðar á öllum málum. Væntanlega hefur eitthvað gefið tilefni til þess að hún var sett í járn.

Mögulegt er að í fyrstu hafi hún verið grunuð um ölvun við akstur og einhver hafi t.d tilkynnt lögreglu það og ætli hún hafi ekki bara verið sett í handjárn þangað til að hún var lásin blása og sannleikurinn kom í ljós.

Var annars einhver hér á blogginu á staðnum og var vitni að atburðarrásininni frá a til ö? Ekki var ég þar. Held að menn ættu ekki að vera með einhverja sleggjudóma um eitthvað sem þeir vita ekki um.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 02:10

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar, þessi litla frétt um fréttatilkynningu frá löggunni er ekki það eina sem ritað hefur verið um málið.

Blaðamaður Vísis.is var kominn á vettvang á undan löggunni og var að ræða við stúlkuna þegar lögreglan kom, hér er úrdráttur úr fréttinni.

„„Ég veit ekki hvað gerðist, ég var bara að hugsa um eitthvað og svo rann bíllinn, fór upp á kantinn og hingað," segir ökumaðurinn í samtali við Vísi meðan hún sat hin rólegasta og reykti í bílnum.

Í því kom lögregla aðvífandi, bað fréttamann um að færa sig og færði stúlkuna í járn grunaða um ölvun við akstur.“

Öruggt má telja að hafi verið annað og meira uppi á teningnum en grunur um ölvun hefði löggan látið þess getið.

Öll fréttin hér.

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.