Eru aðgerðir „aðgerðarsinna“...

...og barátta þeirra og áróður fyrir beinum milliliðalausum „aðgerðum“  farnar að bera ávöxt?

Þetta lítur bara vel út!


mbl.is „Opnum eins fljótt og hægt er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikil er spekin. Þu ættir að vera á þingi. Eða bara lögreglustjóri.

bogi (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 15:49

2 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Ha, hví að blanda aðgerðarsinnum eitthvað við þessa frétt? Hvernig í ósköpunum ætlar þú að tengja saman aðgerðir aðgerðasinna við að brenna niður vídeóleigu?   

Ætli þetta hafi ekki bara verið einhverjir rugludallar sem voru bara að gera þetta til þess að skemma? Eða kannski líkar ekki einhverjum við hann.


Alltaf nóg af ástæðulausum skemmdum.

Davíð Þór Þorsteinsson, 30.8.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

bogi þú ættir þá að vera þar líka, úr því þú kveikir á perunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 16:17

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Davíð; þú sérð auðvitað ekki samhengi í svona atburði og áróðri ákveðins hóps að "beinar aðgerðir" (skemmdarverk á mannamáli ) séu lausnin þegar menn telji sig eiga óuppgerð mál við aðra.

Þótt "aðgerðir" þeirra hafi beinst að ákveðnum hópi manna er ekkert sem hindrar að hugmyndafræðin sé túlkuð og útfærð að vild hvers og eins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 16:24

5 Smámynd: B Ewing

Ég held að þú sért soldið langt úti á skagfirsku túni varðandi þetta hörmulega mál. 

Gunnar og hinir strákarnir í Laugarásvideo eru engir útrásarvíkingar,  stóreignamenn eða annað skuldum vafið "margfaldlega farið á hausinn" fjárfestingalið sem vílar sér ekki að troða sinni óreiðu inn á saklausa skattgreiðendur.  Einhverjir "aðgerðasinnar" fara ekki að kveikja í húsum bara af því að þar er videoleiga.  Þvert á móti áttu þeir landbesta safn heimilda- áróðurs- og fræðslumynda um margt sem við kemur málstað ýmissa "aðgerðasinnaðra" hópa við.  Hagkerfið, Bush, Stríð (hvers vegna er farið í stríð = sannleikurinn), Baráttuna fyrir náttúruvernd, geimverur, söguskýringar um allskyns sögulega atburði og svo mætti lengi telja....

B Ewing, 30.8.2009 kl. 16:36

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

B Ewing; Ég verð að biðja þig að lesa aftur það sem  ég skrifaði. Ég segi hvergi að þeir sem kallað hafa sig "Aðgerðarsinna" hafi gert þetta heldur að hugmyndafræðin sem þeir hafa dásamað sem þá einu réttu sé að bera ávöxt. Þ.e.a.s. að einhverjir aðrir álika vitleysingjar eða verri séu að læra og tileinka sér taktíkina til uppgjörs á eigin "vandamálum".

Að dásama spellvirki getur aldrei leitt af sér annað en útbreiðslu þeirra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 16:48

7 identicon

Alex ef ég skil þig rétt, þá ertu að nota fréttina til að ná höggi á aðgerðasinna.

Ertu svona rosalega reiður aðgerðarsinnum að þú bloggar við frétt í þeim eina tilgangi að finna samhengi, hegðun eða bara einhverja tilvísun í hugmyndafræði aðgerðarsinnans? Sem þú síðan fordæmir. Eða ertu að vona að í þetta eina skipti getir þú sáð fræi, því við vitum öll að langflestir lesa bara fyrirsagnir fréttabloggs. Sá fræi því innst inni ertu sár aðgerðarsinnum sem eyðilögðu hið fullkomna og heilaga stjórnmálasamstarf Ingibjargar og Geirs.

 Er mín ályktun ekki í svipuðum takti við raunveruleikann og þín tenging aðgerðarsinna af pólitískum grunni við einhverja vitleysinga sem kveikja í vídeóleigum?

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 17:25

8 identicon

Ég meina Axel. Ekki Alex.

Afsakið.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 17:25

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Elvar þú þekkir Axle greinilega ekki neitt

Finnur Bárðarson, 30.8.2009 kl. 17:41

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Elvar; ég er ekki sár eða reiður neinum, ég er einfaldlega andvígur því að menn skemmi eða eyðileggi eigur annarra, eða hvetji til slíkra verka, til að vekja athygli á sjálfum sér og sínum hugarefnum.

Elvar, þú ert sammála mér að vitleysingur hafi kveikt í leigunni, en ef þessi sami vitleysingi sendi frá sér fréttatilkynningu og segðist tilheyra einhverjum samtökum með fínu nafni og þetta væri gert fyrir fína, fína málstaðinn, væri íkveikjan þá í lagi?

Ekki að það komi málinu við en úr því þú kemur inn á málið, þá var ég ekki sáttari við "hjónaband" Ingibjargar og Geirs en svo að ég sagði mig úr flokknum daginn sem sá ráðahagur var kunngerður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 18:02

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Finnur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 18:05

12 identicon

Nei Elvar, það er ekki það sem Alex er að segja - í það minnsta las ég það ekki úr skrifum hans

 Hann er einfaldlega að benda á að þegar menn eru farnir að "lofsama" skemmdarverk, eins og gerst hefur á kaffistofum, mötuneytum og sumaklúbbum síðustu vikur þá er ekkert óeðlilegt að einhverjir vitleysingar fari að sjá það sem réttlætanlega aðgerð sem lausn eða hefn eigin mála

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 18:07

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið og undirtektir Jón Bjarni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 18:12

14 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta er að kenna bensíninu og eldspýtunum um, en ekki þeim sem kveikir í.

Þetta er langsótt tenging við óskyldan hlut en leikum okkur aðeins með þetta.

Það er smá sannleikskorn í þessu, en ég segi; ef þú ert að leita að sökudólg, hvað með þá sem hafa valdið almenningi og komandi kynslóðum óbætanlegu tjóni, og gert það með lög og reglur "með" sér, en alls ekki siðferðið. Með því að fremja slíkt ofbeldi (efnahagslegt, tilfinningalegt og siðferðilegt) þá er fólki með ÞVÍ hrundið í "beinar aðgerðir" því lögregla, dómstólar og önnur úrræði sem eru til staðar virka ekki eða hafa lagst á sveif með ofbeldisfólkinu.

Ef hægt er að tengja þín rök þessu leiðindamáli (ég á bágt með að skilja hjartaleysið að brenna Laugarásvídeó, tek það fram) þá er svo sannarlega hægt að líta á það frá mínum sjónarhóli. Og reyndar standa mín skrefi framar því eggið kom á undan hænunni í þessu tilviki. "Beinar aðgerðir" eru ekki til nema sem svar við ómeðhöndluðu óréttlæti eða ranglæti sem yfirvöld bregðast ekki við eða styðja eða jafnvel standa sjálf fyrir.

Nefndu einar beinar aðgerðir gegn einhverju sem ekki átti sér eðlilegar orsakir. Erfitt? Þú nefnilega getur það ekki.

Rúnar Þór Þórarinsson, 30.8.2009 kl. 19:00

15 identicon

Seg þú mér Rúnar Þór... hvað hafa t.d. börn  útrásarvíkinga gert til að eiga það skilið að vera hrædd á eigin heimili?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 19:20

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rúnar; hver á að ákveða hvort og hvenær réttlætinu er ekki nægjanlega fram fylgt af yfirvöldum og hvernig réttlætinu verður náð fram á annan hátt?

Rúnar, allar aðgerðir og mótmæli sem hafa þann tilgang að valda spjöllum eiga ekki rétt á sér. Engin skemmdaverk eiga sér "eðlilegar orsakir". Þú bætir ekki eða refsar fyrir lögbrot annarra með öðrum lögbrotum.

Sennilega átti íkveikjan í Range Rovernum um daginn að vera eigandanum refsing, en var hún það? Hann fær óseljanlegan bílinn að fullu bættan af tryggingarfélaginu! Tryggingarfélagið ber skaðann, nema sá seki finnist. Var aðgerðinni beitt gegn því?

En ég hef trú á því að ódámurinn finnist og ætli verði ekki farið að lækka á honum risið þegar hann hefur lokið að greiða tryggingarfélaginu bílinn og annan kostnað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 19:40

17 identicon

Hvers vegna leggur þú það að jöfnu að aðgerðarsinni sé það sama og sá sem fremur skemmdarverk?

Guðgeir (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 19:53

18 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Axel,

Ég tek að sumu leyti undir þetta sjónarmið hjá þér.  En ég vil benda á að ef eigandi Range Roversins fær hann bættan þá kemur það ekki niður á tryggingarfélaginu, heldur þeim sem tryggja hjá því.  Útgreiðslur úr tryggingum koma einfaldlega niður á iðgjöldunum.

Sama á við um vídeóleiguna.  Ef þetta er tryggt, sem ég vona að það sé, þá kemur þetta einfaldlega niður á öðrum sem eiga hús- og fasteignir í hækkun brunabótaiðgjalda. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 30.8.2009 kl. 19:54

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hárrétt athugasemd hjá þér Arnór, takk fyrir það. Ég held ég hafi gripið það rétt að myndalagerinn á leigunni hafi verið ótryggður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 20:03

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðgeir; þeir sem hafa hvað mest haft sig í frammi með skemmdarverk hafa notað þetta heiti um sjálfa sig. Þeir sem ekki vilja láta bendla sig við slíkt ættu því ekki að nota þetta "starfsheiti."

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 20:05

21 identicon

Takk fyrir útskýringuna og ég skil hvert þú ert að fara.

Ég tel samt að varast skuli að setja slíkan þunga í eitt orð, alhæfa um illsku þeirra sem tengir skuli orðinu og á endanum búa til stimpil sem hægt er að setja á fólk sem þykir óæskilegt.

Til að mynda, þeir sem þorðu að gagnrýna ýmislegt þegar óttatímabilið náði hámarki hér á landi - þeir voru einfaldlega stimplaði því leiða orði 'kommi' og með því var búið að afgreiða þá.

Fólk sem m.a. fór á Austurvöll og mótmæltu þáverandi stjórnvöldum kölluðu sumir hverjir sig 'aðgerðarsinna'. Voru stolt að taka til aðgerða án þess valda einhverjum skemmdarverkum.

Eigum við ekki bara að kalla þetta fólk, eins og þann sem fréttin fjallar um, því orði sem á við s.s. brennuvarg eða glæpamann?

Guðgeir (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 20:25

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú Guðgeir,svo sannarlega, það er einmitt sem þeir eru, brennuvargar og glæpamenn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 20:45

23 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eign að upphæð 2o milljónir og ekki tryggður. Menn eru að tryggja Skoda upp á 1 milljón. Hvaða rugl er í gangi. Eigum viðað afskrifa þetta líka ?

Finnur Bárðarson, 30.8.2009 kl. 21:09

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er auðvitað matsatriði hvort það borgar sig að tryggja eða ekki. Innbú er kannski tryggt fyrir 6 milljónir, það eyðileggst, þá kemur tryggingarfélagið og segir halló þetta var orðið 10 ára gamalt, við borgum aðeins 10% tryggingarupphæðarinnar hér eru 600 þúsund. Málinu lokið. En iðgjaldið hafði samt ekki lækkað í samræmi við lækkandi verðmæti. Til að þú hugsanlega náir rétti þínum þarf málaferli.

Ég hef t.d. aldrei kaskótryggt mína bíla. Ég hef aðeins einu sinni valdið tjóni, minn kostnaður úr því var aðeins brot af því sem ég væri búinn að greiða í iðgjöld af kaskótryggingu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 21:48

25 identicon

Svo lengi sem eignir hafa verið til hafa verið til skemmdaverk, falsanir og þjófnaður.

Beinar aðgerðir eru partur af hugmyndafræði, þar sem aðgerðum er beitt til að krefjast einhvers eða hrinda einhverju í framkvæmd.

Sá sem heldur að þetta tengist slíkri hugmyndafræði er að misskilja hana hrapalega, Hver er krafan? Hún á að vera skýr!

Og já... það getur svo sem alveg verið að einhver sem stígur ekki í vitið sé að misskilja eitthvað eins og þú ýjar að. Að öðru leyti en að þetta gæti verið misskilningur á hugmyndafræðinni, þá tengist þetta henni ekki vitund.

Bryndis (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 23:52

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bryndís; ef þú hefur einhverjar upplýsingar til að geta fullyrt að þessar íkveikjur tengist ekki "aðgerðasinna pólitíkinni" á nokkurn hátt ættir þú auðvitað að koma þeim á framfæri við lögreglu, eða er hún kannski óvinurinn líka?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2009 kl. 09:51

27 identicon

Jón Bjarni.. hvað hafa þau gert til að fá farrými í einkaþotum, hvað hafa þau gerð til að fá Playstation 3 í skírnargjöf, hvað hafa þau gert til að fá silfurskeiðina án kröfu ???

Nákvæmlega ekki NEITT !!

Börn eru einfaldlega þannig, þau.... bara fæðast !!!

Ef foreldrunum gengur vel þá eiga börnin meiri möguleika á góðu lífi. Ef foreldrarnir eru fátækir (eins og ansi margir foreldrar eru í dag, fyrrum millistéttarfólk),þá hafa þau sannarlega ekki sömu möguleika í lífinu.

Lífið í dag og í gegnum söguna !!

En ef börn þessara útrásar-peningatætara eru komin á skjöld foreldra sinna, þá er mér virkilega misboðið !!!

Börnin eru alltaf saklaus, en syndir feðranna fylgja okkur öllum !!

Hvort sem ástæðan sé fátækt, neysla eða landráð !!

Hvort það sé rétt eða rangt...

runar (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 17:27

28 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sæl aftur

Axel: "Bryndís; ef þú hefur einhverjar upplýsingar til að geta fullyrt að þessar íkveikjur tengist ekki "aðgerðasinna pólitíkinni" á nokkurn hátt ættir þú auðvitað að koma þeim á framfæri við lögreglu, eða er hún kannski óvinurinn líka?"

Á HÚN nú að fara að sanna að brennuvargur sé EKKI hluti af (og tali EKKI fyrir) aðgerðasinna sem hlekkja sig við girðingar og vinnutæki? Hvar fórst þú eiginlega í skóla?

Sjáðu til - Það ER sannleikskorn í þessu hjá þér, en þetta er alls ekki svart og hvítt. Þjófnaður sem hefur óvart verið lögleiddur ER þjófnaður. Ef lögunum er ekki breytt afturvirkt eða á sambærilegan hátt komið til móts tið þann sem verður fyrir tjóni er löggjafinn ekki að sinna skyldu sinni.

Málið með réttlæti er nefnilega það sem FJÖLDANUM finnst, lögin endurspegla nefnilega siðferði, ekki öfugt.   Þessi fullyrðing er náttúrulega með fyrirvara um takmarkaða gagnvirkni, en sú er meiningin.

Tökum nú brennuvarginn úr Laugarásvídeó aftur sem dæmi, þótt hann komi aðgerðasinnunum nákvæmlega ekkert við hugmyndafræðilega séð (verið getur að hann sé í hópi pólitískra aðgerðasinna, en það breytir engu frekar en ef hann væri í kirkjunni eða skátunum). Segjum nú sem svo að einhverjum yfirsæist það að ákveðinn lagabókstafur leyfði íkveikju hjá manni sem þér hefur verið í nöp við eða sem leigt hefur þér gallaða spólu. Viðlíka gallar á lögum hafa orðið lýðnum ljósir í bankahruninu og kemur gleggst fram í því að Landsbankinn gat skuldsett íslensku þjóðina um 1200.000.0000.0000 krónur án þess að spyrja kóng eða prest.

Væri eðlilegt að brenna Laugarásvídeó? Mundi það misbjóða fólki? Mundi það ekki rísa upp á afturlappirnar ef ekki væri brugðist við. Nú að sjálfsögðu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.9.2009 kl. 18:40

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo ég undirstriki hvað ég átti við Rúnar með þessum orðum sem þú vitnar í þá segir stúlkan að þetta tengist ekki svokölluðum aðgerðarsinnum á nokkurn hátt. Ekki er nóg að benda á frávik frá formúlunni til að fullyrða slíkt.

Til að geta sagt það með vissu þarf hún að vita einhver deili á brennuvarginum til að vita að hann tilheyri ekki"gulldrengjunum". Þeirri vitneskju á hún auðvitað að koma á framfæri við lögreglu, ekki satt?

Þótt finna megi einhverju misjöfnu glufu í lögum ætti samviskan að nægja hverjum sómakærum manni til að sneiða hjá þeim. Það ætti að vera augljóst að það er lítið siðferði í því að hafa aleiguna af einhverjum þótt aðferðin til þess sé ekki beinlínis bönnuð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2009 kl. 20:05

30 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

...og það var einmitt málið Axel, svona getum við verið sammála en munað á niðurstöðunum - Samviskan hjá fjölda fólks segir þeim að verra sé að sitja hjá og leyfa glæpamönnum og pólitíkusum að stunda rányrkju sína óáreitt, heldur en að grípa til aðgerða sem hræða þá. Og ástæðan? EKKERT annað virðist VIRKA.

Þar liggur hundurinn nefnilega grafinn. Beinar pólitískar aðgerðir koma nefnilega til af réttlætiskennd en ekki eyðileggingaráráttu en birtingarmyndin er sú sama þegar það sem verið er að mótmæla er eins og úlfur í sauðargæru.

Tökum annað dæmi - Þú sérð mann hrifsaðan úr blóma lífsins og upp á banabeðið og eina lækningin er að troða hendinni á kaf í afturendann á honum og rífa út meinið. Þú sérð hinsvegar að ekki nokkur læknir eða hjúkrunarfræðingur vill taka það að sér og nú er spurningin - Læturðu manninn deyja eða tekurðu að þér að bjarga honum?

Ég segi enn og aftur - Beinar pólitískar aðgerðar koma brennuvörgum hugmyndafræðilega  ekki við á nokkurn skapaðan hátt.

Ég nenni varla að rökstyðja þetta lengur, sé þína hlið eins og í upphafi, en er að reyna að benda á hvernig hin hliðin lítur út fyrir þeim sem þaðan horfa. Það getur reynst ágætlega ef ætlunin er raunverulega að leysa málin.

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.9.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband