"Go home yankee go home"

334_cartoon_victory_in_afganistan_small_overÞað gagnar Bandaríkja- mönnum ekkert að skipta um hernaðarstefnu í Afganistan. Það er utan- ríkisstefna Bandaríkjanna í heild og hugmyndafræðin sem hún byggir á sem er vandamálið, ekki fram- kvæmd hennar í Afganistan.

Þetta er sama vandamálið og hjá kommunum í gamla Sovét. Verksmiðjum gekk alltaf illa að framkvæma glæstar 5 ára áætlanir flokksins. Alltaf var gripið til sama úrræðisins til lausnar, verksmiðjustjórinn var sleginn af og nýr skipaður, nú skyldi tekið á því. En niðurstaðan var ætíð sú sama, því það var kerfið, stefnan, sem var gölluð ekki framkvæmd hennar sem slík, því fór sem fór.

Bandaríkjamenn hafa alltaf átt á brattan að sækja þegar frelsisástin grípur þá fyrir hönd annarra og þeir leggjast í víking á fjarlægum slóðum.

Ástæðan fyrir basli þeirra hefur sjaldnast verið hernaðarlegs eðlis. Hún er fyrst og fremst sú að Bandaríkjamönnum er gersamlega fyrirmunað að setja sig í spor heimamanna og hugsunarhátt þeirra.  Þeir hugsa allt út frá eigin rassgati og eins þröngt og kostur er. afghanistan_poppy_preview

Talibanar höfðu á valdatíð sinni nær alveg útrýmt valmúaræktun í Afganistan. Eftir innrás Bandaríkjanna hófst ræktunin aftur til fyrri vegs og „virðingar“ með svo skjótum hætti að undrun sætti.

Nú dafnar eiturlyfjaútflutningurinn þaðan sem aldrei fyrr og eitrið sprautast í æðar barnanna okkar hér á vesturlöndum. Þökk sé hinni Bandarísku frelsisást.

Besta framlag Bandaríkjamanna til friðar í heiminum væri að halda sig heima.


mbl.is Breyta verður um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Er bröltið í Afganistan ekki fyrst og fremst eitthvað sem hefur að gera með hergagnaiðnaðinn að gera? 

Jens Guð, 31.8.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það geri ég ráð fyrir Jens, þeir hafa aldrei útbreitt neitt nema hel og hörmungar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2009 kl. 22:45

3 Smámynd: Kalikles

Afganistan og það svæði er eins og ísland var í kaldastríðinu; hernaðarlega mikilvægt fyrir komandi heimsskipan!

Kalikles.

Kalikles, 1.9.2009 kl. 13:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kalikles; auðvitað eru það efnahags- og hernaðarlegir hagsmunir USA fyrst og fremst sem ráða för þótt það sé fært í búning frelsisástar og umhyggju fyrir fólkinu sem löndin byggja.

Þeim var skítsama um fólkið í Írak meðan Saddam var þeim hliðhollur og þeir mokuðu í  hann vopnum, sem hann notaði ekki hvað síst gegn eigin þjóð auk þess að herja á Íran. En þegar Saddi snéri við þeim bakinu, þá var allt í einu gríðarleg þörf á að "frelsa" fólkið og koma á lýðræði og "umbótum".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2009 kl. 13:29

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Getur Kaninn ekki lært neitt. Öll utanríkisstefnan frá seinni heisstyrjöld hefur misheppnast, öll stríð hafaf tapast.

Finnur Bárðarson, 1.9.2009 kl. 14:54

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Finnur; þeim gengur illa að læra af reynslunni og kannski ekki nema von þegar sértrúarsöfnuðir, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, vítt og breitt um heiminn lofa þá og tilbiðja og gleypa gagnrýnislaust í sig allt sem frá þeim kemur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.