Hvenær er lýðræði lýðræði?

Eitt telja Bandaríkjamenn sig kunna öðrum betur. Það er framkvæmd lýðræðis og kosninga. Ekkert er fjarri sanni. Bandaríkjamenn reyna ítrekað að flytja út þessa „þekkingu“ sína þrátt fyrir minni en enga eftirspurn hjá þeim er til þekkja.

Bandarískri sýn á lýðræði er svo þröngvað upp á hersetin lönd eins og Afganistan, þar sem áríðandi þykir að sýna umheiminum lýðræðið í verki , hvað sem það kostar. Þegar við lýðræðisskilning Bandaríkjamanna  bætist algert þekkingar- og virðingarleysi heimamanna fyrir lýðræði að viðbættri spillingu,  fáum við útkomu eins og þessa í Afganistan.

Ég er ekki í nokkrum vafa um, hversu miklar og afgerandi upplýsingar verða opinberaðar um viðtæk og skipulögð kosningasvik Karzai, lepps Bandaríkjanna, þá mun „helsta lýðræðisríki“ heimsins Bandaríkin  fullyrða að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram.

Rétt eins og klerkaklíkan í Íran gerði eftir forsetakosningarnar þar. Að þeirra mati  varpaði það ekki rýrð á velheppnaðar forsetakosningar þótt nokkrum milljónum atkvæða fleira kæmu upp úr kjörkössunum en sem nam kjörsókn.  Bandaríkin skrifuðu ekki upp á þessa lógík, þá.


mbl.is Allt að 800 gervikjörstaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Axel,

Hvernig  er  það  með  þig  ertu  Bandaríkjahatari?

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig er það með þig Skúli, er hatur á múslimum ástæða skrifa þinna um þá?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Furðulegasta athugasemd sem ég hef lesið frá þessum Skúla. Þetta er hárrétt sem þú skrifar Axel en ekki hata ég Kanann fyrir því varla frekar en þú.

Finnur Bárðarson, 8.9.2009 kl. 15:27

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Finnur ég var smá stund að átta mig á spurningunni. Auðvitað hata ég ekki Bandaríkjamenn, hef enga ástæðu til þess, þó ég sé ekki sáttur við hvernig þeir, í sumum tilfellum, framkvæma sína utanríkismálapólitík.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.