Enn ein naglasúpan?

Hver kannast ekki við orkusteina, segularmbönd, Jónínu Ben eða hvað allar heilsubótar „töfralausnirnar“ voru kallaðar og allir þurftu að eignast.  Allt reyndist þetta auðvitað gagnslaust drasl, nema til að fæða og klæða seljandann.  Fátt bendir til að þessir Ultratone „töfrar“ séu á einhvern hátt undantekning frá öðrum svipuðum töfralausnum.

Á heimasíðu Ultratone, Ultratone.is  segir m.a. um undratækið:

Ultratone Futura Pro tölvan notar rafbylgjutækni til að grenna, móta, styrkja, hreinsa og byggja upp líkamann. Sér meðferðir eru fyrir líkama, sér fyrir andlit og sér fyrir dömur og herra því líkamar þeirra eru ekki eins uppbyggðir.“

Já, það munar ekki um það. Svo eru sumir að fá allskyns fræðinga, þessa heims og annars til að hreinsa heimili sín af rafbylgjum ýmiskonar vegna meintrar skaðsemi þeirra.

Hvernig á að ná árangri með Ultratone segir á heimasíðunni:

„Til að góður árangur náist í Ultratone borgar sig að borða skynsamlega, drekka vel af vatni og muna eftir að slaka reglulega á og hvílast vel.“

Er þetta ekki einmitt það sem stuðlar að betri heilsu eitt og sér án hjálpartækja?

Sumir eru haldnir þeirri meinloku að ekki náist árangur nema kosta einhverju til. T.a.m. þegar menn fara með lyftunni upp á 15. hæð í líkamsræktina, greiða fyrir að sprikla þar smá stund í stað þess að ná sama árangri án þess að borga krónu, með því að labba upp stigann og niður aftur.

En vonandi vegnar frænkunum eirðarlausu vel.

 
mbl.is Orðnar leiðar á að vera heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nákvæmlega, sleppum fjandans Ultartoninu og notum bara það sem stendur í seinni tilvitnun, alveg ókeypis.

Finnur Bárðarson, 14.9.2009 kl. 14:43

2 identicon

Ef þú skoðar myndina af þeim þá myndi maður halda að þær myndu fullnýta sín eigin tæki og móta sinn líkama en þær hafa greinilega ekki hugsað til þess og satt að segja myndi ég aldrei treysta manneskju sem boðar flotta mjóa líkama sem er sjálft langt yfir meðalþyngd.

 Alveg eins með að ég myndi ekki vilja einkaþjálfara sem væri spikfeitur.

j (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þótt ég sé sammála greinarhöfundi, verð ég samt að benda á, "j", að þegar ég horfi á myndirnar sé ég ekki tvær konur sem eru langt yfir meðal þyngd.

Hinsvegar sé ég konur sem eru nokkuð heilbrigðar, klæddar útifatnaði sem oft hefur verið talinn henta íslenskum aðstæðum.

Held þú hafir farið í gegnum of mörg tískutímarit til þess að geta haft heilbrigða yfirsýn yfir hvað telst eðlilegt og heilbrigt hvað varðar þyngd.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.9.2009 kl. 20:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitin. Það er alveg sama frá hvaða hlið málið er skoðað, ekkert styður fyrirbærið nema hégóminn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2009 kl. 21:20

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

 Ef þessi aðfeð dugar ekki, gætu frænkurnar tekið að sér að sparsla í veggi fyrir fólk, í útigallanum, þó þær séu í innivinnu.

Marta Gunnarsdóttir, 14.9.2009 kl. 23:10

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rétt athugað Marta, svo getur það skipt sköpum að vera rétt gallaður í vinnunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.