Strandhögg Framsóknar í Norska sjóði.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur skósveinn hans hafa haldið utan í víking til Noregs.

Þeir félagar geta án vafa fundið haugana alla af Norðmönnum sem vilja lána Íslendingum allt heimsins fé, annað en sitt eigið, á bestu kjörum og komið heim með þær fréttir.

Eini gallinn verður sá að það verða bara ekki þeir Norðmenn sem hafa með lánveitingar landsins að gera.

En mikið afskaplega væri nú gaman að þetta væri satt, en helsti galli ævintýra hefur alltaf verið sú staðreynd að þau eru  bara og verða ævintýr, hversu oft sem þau eru sögð.

 
mbl.is Mikill velvilji í garð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

jaá væri gaman ef satt væri

ekki heldur þú þetta sé dulbúinn skemmtiferð hjá þeim félögum sem þeir ætla að láta flokkinn sinn borga ? neiiii segi barasisona

Jón Snæbjörnsson, 7.10.2009 kl. 18:04

2 identicon

Við skulum ekki níða af þeim skóna fyrr en við vitum hvað kemur út úr þessu,

það eitt að standa upp af raskgatinu og reina að gera einkvað er lofs vert,þeir hafa þó reynt ekki satt það er meira en sumir gerðu :)

sigurður helgason (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:32

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tek undir með þér sigurður helgason

Jón Snæbjörnsson, 7.10.2009 kl. 18:38

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Norsk stjórnvöld báru fyrri fréttir af þessu sama til baka. Eigum við svo að bíða vongóðir meðan þessar vonarstjörnur Íslenskra bjána fara þriðju ferðina með forsíðufréttir á rassgatinu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2009 kl. 18:52

5 identicon

þó þeir séu framsóknamenn, verðum við að gefa þeim einn fyrir viðleitni, ekki satt AXEL

sigurður helgason (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 19:04

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður, ég hef ekkert á móti framsóknarfólki sem slíku, síður en svo, enda margir kunningjar framsóknarfólk og hið vænsta fólk.

En ég er ekki hrifinn af þeirri galgopaforystu sem Framsóknarflokkurinn skartar nú um stundir og mælir fyrir munn framsóknarfólks.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband