Sér stjórnarandstaðan að sér?

Ár er liðið frá strandinu mikla og enn eru menn á strandstað að karpa um orsök og afleiðingar. Löngu er orðið tímabært að ljúka því þrefi, klára Icesave bullið svo hægt sé að snúa sér að björgunaraðgerðum af fullum krafti og koma þjóðarskútunni á flot aftur.

Sorglegast er að þeir sem stóðu í brúnni þegar stefnan var sett á strandstað, hafa sett alla orku sína í að þvælast fyrir og spilla björgunaraðgerðum, hvað þeir best gátu.

Vonandi sjá þeir að sér og axla sína ábyrgð og setjast undir árar með ríkisstjórninni, hafi þeir ekki á takteinum betri  og raunhæfar lausnir. Sennilega er óraunhæft með öllu að vona það.

    
mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki glætan. Þeir eru í draumahlutverkinu sínu sem ábyrgðarlausir lýðskrumarar. Fólk er miklu hrifnara af svoleiðis en ísköldum veruleika.

Finnur Bárðarson, 18.10.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir hafa þetta þá í hendi sér félagarnir Jón Bjarna og Ögmundur, sem eru ekki þekktir fyrir ábyrgðaleysi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2009 kl. 18:45

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Þeir skjálfa á beinunum, því þeir vita að þegar Icesave samningum er lokið mun athyglin á ný beinast að þeirra þætti í hruninu, sem er víst nokkuð stór.

hilmar jónsson, 18.10.2009 kl. 19:22

4 identicon

Svo þið eruð ánægðir með að þjóðinni var nauðgað af ríkisstjórn vg og samf?!

Geir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Hverjir nauðguðu upphaflega þjóðinni Geir ?

Sf og VG eru að moka flórinn eftir þina menn.

hilmar jónsson, 18.10.2009 kl. 19:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er létt verk og löðurmanlegt að vera í hlutverki þeirra Sigmundar og Bjarna, en það þarf kjark og sterk bein til að standa stöðu Jóhönnu og Steingríms.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2009 kl. 19:37

7 identicon

Eftir mína menn??! Ég er ekki í neinum flokki. Það er verið að gera þjóðinni mun verri hluti nú heldur en fyrir hrun. Þetta er enginn flórmokstur hjá ríkisstjórninni eins og þið samfylkingarsauðir haldið fram, þetta er NAUÐGUN!

Geir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 20:50

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er á hreinu Geir, af orðavali þínu og öðru, hver er aðalsauðurinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2009 kl. 22:20

9 identicon

Og hvað er að orðavali mínu?

Það þarf einstakan hjarðarhug til að horfa svona blint á þetta mál, einungis til að komast kannski í esb, eins og þið klappstýrur samspillingarinnar gerið.

Geir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 22:44

10 Smámynd: Sigurður Helgason

Ég þori að segja að ég sé sjálfstæðismaður og hef verið fylgjandi stefnu flokksins, það er ekki sama hægt að segja um alla flokksmenn sem hafa farið út í einkar vinarvæðingu,

Og Geir orðavalið,

þó þessir menn sem þú talar um sem samfylkingamenn, séu ekki sammála þér kallar þá ekki sauði og spillingarmenn,reynið nú að fullorðnast.

Sigurður Helgason, 19.10.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband