Flórída á Norðurpólnum?

Vantar ekki landrekið inn í þetta dæmi Hollendingana?

Það er vitað að hitabeltisloftslag var á Suðurskautslandinu fyrir hundruðum milljóna ára. Er þá hægt að slá því föstu að loftslag á suðurpólnum hafi verið þá eins og í Flórída í dag?

 Auðvitað ekki, því þegar þessi hlýindi voru  á suðurskautslandinu, var landmassinn ekki þar sem hann er núna. Hann var miklu norðar en hefur sökum landreks færst á pólinn.

Ekki er ólíklegt að svipað hafi átt sér stað með hafsbotninn  á Norðurpólnum, hann sé langt að kominn enda 53 milljónir ára býsna langur tími.

Ljóst er allavega að verulegar landfræðilegar breytingar hafi átt sér stað á Norðurpólnum, nema Hollendingarnir geti sýnt fram á að Pálmatré hafi á þessum tíma vaxið grimmt á hafsbotni  á 1500m dýpi.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.