Bravó Hafró

Kvótakerfið sem sett var á 1984 til að hindra ofveiði og tryggja vöxt og viðgengi fiskistofnana hefur á 25 árum ekki skilað öðru en nær samfeldum niðurskurði aflaheimilda allan þann tíma.

Nú kemur loksins jákvæð stofnmæling og þá stekkur Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró, sem hefur haft vondan málstað að verja, hæð sína í loft upp og hrópar á torgum að nú sé kerfið að sanna sig.

Þráhyggju Havró undanfarin ár má líkja við mann sem stekkur út í óveður með þá ætlan að lægja storminn með því að blaka dagblaði upp í vindinn. Þrátt fyrir hetjulega baráttu mannsins herðir veðrið, en þar kemur um síðir að storminn lægir og þá stendur garpurinn keikur og hrópar, hvað sagði ég, þetta svínvirkar.

Ég segi nú bara bravó Hafró, bravó.


mbl.is Veiðisamdráttur skilar árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kvitt og kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.11.2009 kl. 13:17

2 Smámynd: L.i.ú.

Hehehe. Já þetta svínvirkar. Góð samlíking hjá þér:)

L.i.ú., 20.11.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.