Skrum og skríll

Í atkvæðagreiðslu á Alþingi nú í kvöld um tillögu þess efnis að vísa Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu  studdi  Guðlaugur Þór Þórðarson tillöguna og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Guðlaugur sagðist fyllilega treysta þjóðinni  að greiða atkvæði um málið því eftir 12 mánaða upplýsandi umræður lægi málið ljóst fyrir. En þessi sami þingmaður ásamt öðrum stjórnarandstöðuþingmönnum ósköpuðust á Alþingi  í dag og vildu fresta málinu því enn vantaði upplýsingar  svo Alþingi gæti afgreitt málið!!

Hvort á maður að hlægja eða gráta yfir svona bulli?  Guðlaugur er guttinn sem fékk 25 milljónir í skóinn frá Eignakræki fyrir að vera góður strákur.

 
mbl.is Felldu tillögu um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ætla ég nú að verja Guðlaug enda ber sá maður lítið traust frá mér og virði ég hann lítið. Aftur á móti eru báðir þessir punktar hans mjög svo réttir. 

Ef upplýsingar sem varða málið eru en streymandi inn, hlýtur Alþingi frekar að biðja upplýsingagjafa að flýta sér fremur en að loka á upplýsingaflæðið. Miðað við stærð þessa nauðungasamnings vildi ég frekar bíða 1 dag, 1 viku, jafnvel 1 mánuð eftir að þessar upplýsingargáttir lokuðust frekar en að semja og komast að því að t.d. að ráðherra hafi aldrei haft það markmið að berjast fyrir sjónarmiði Íslendinga heldur einungis að kíkja hve há "skuldin" væri.

Hitt er svo að það verður nú að segjast að random íslendingur#135.673 er örugglega betur settur inn í málið en sumir af stjórnarliðunum. Í þau fáu skipti sem stjórnarliðar hafa fyrir þennan dag þorað upp í pontu hafa þeir margir hverjir verið uppvísir af mikilli fávisku um málið og stangast á við jafnvel sína eigin flokksmenn í staðreyndum málsins.

Sjálfur tel ég þjóðaratkvæðagreiðslu slæman kost í þessari stöðu(hver myndi kjósa já við að Ísland borgi 300M+ króna jafnvel þó það væri besti kosturinn? ég tel að ef 30% af þjóðinni gerir það sé sá partur þjóðarinnar ekki heill heilsu) en þó öllu skárri en að Alþingi afgreiði það með svo naumum meirihluta að það klýfur Ísland allt í tvennt, reyndar nákvæmlega eins og ríkisstjórnin náði að gera með Alþingi.

Gunnar (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 07:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skil ég þig rétt Gunnar, ertu sammála Guðlaugi um að almenningur hafi í gegnum fjölmiðla fengið nægjanlegar upplýsingar til að móta sér "rétta" skoðun, en þingmenn, sem hafa fengið upplýsingar á pappír og öðru formi í tonnavís, átt milliliðalaus samtöl við aðila mála og aðra kunnáttumenn eru enn úti á túni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband