Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Er Framsóknarfjósið endanlega flutt í 101 Reykjavík?

Það er greinilegt að allur bænda- og höfðingjabragur er farin af leyfum Framsóknarflokksins sem enn hokrar í einu horni Alþingis. Því nú þegar öllum rjómanum af aðstoð AGS hefur verið fleytt ofanaf fötunni og undanrennan ein er eftir, vilja þessir Framsóknargarpar, sem enn hokra á þingi, standa upp og segja takk fyrir veitingarnar og vísa bjargvættinum á dyr.

Slík var ekki gestrisnin í Framsóknarsveitunum forðum, en nú þegar fulltrúar bændaflokksins, sem fyrr á tíð vissi reisn sína og virðingu meiri, eru öll pappírsdýr af mölinni eða R101 er ekki von á góðu.

Enda sýnir það sig.

Hreyfingunni er vorkunn, þeir hafa hvort eð er aldrei vitað, hvort úr hægri spenanum til vinstri, komi mjólk eða rjómi.

  


mbl.is Vilja efnahagsáætlun án aðkomu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er létt, en ykkur?

Jæja þá getur grátkórinn undið vasaklútana, Geir veslingurinn er ekki varnarlaus lengur og getur væntanlega í skjóli verjandans fundið sig á ný.

Er ekki öllum létt?  


mbl.is Andri skipaður verjandi Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn tapsárir, getur það verið?

Þjóðin kaus, niðurstaðan er ljós og framhaldið getur ekki orðið annað en að vinna úr niðurstöðunni og standa að baki Stjórnlagaþinginu til að það skili sem bestu hugmyndum til Alþingis að nýrri stjórnarskrá.

Vonandi mun þetta þing skila það góðri vinnu að Alþingi hafi ekki ástæðu eða þor til að hræra í niðurstöðu þingsins.

En greinilegt er að ekki eru allir sáttir og þegar byrjaðir að argast út í niðurstöðuna, tapsárir og fúlir eins og fram kemur í skrifum fallframbjóðandans Jóns Vals Jenssonar, sem þreytist ekki að boða öðrum fagnaðarerindið og að menn eigi að bjóða hinn vangann, en á í einhverjum vandræðum með það sjálfur.

Svo sprettur fram, í kjölfar skrifa Jóns, samkór Íhaldsins og tekur undir í viðlaginu og kyrjar gamla þreytta ESB andstöðu sönginn, rétt eins og þetta hafi verið einhver ESB kosning.

Jón Valur Jensson, sættu þig við að þjóðin var ekki nálægt því að telja þig eiga nokkurt erindi á stjórnlagaþingið,  taktu þér tak maður, sýndu manndóm og réttu fram hinn vangann, svona einu sinni.

  


mbl.is Íris Lind var næst inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sigurður Kári ekki....

....að segja; að slök kosningaþátttakan sé sigur afturhaldsaflanna, sem með forystu Sjálfstæðisflokksins  lögðust, að því er best verður séð, gegn þessum kosningum?

Það er greinilegt að Sigurður Kári og flokkurinn hans vill ekki beint lýðræði. Enda skiljanlegt, Sjálfstæðisflokkurinn og lýðræði eiga ekki samleið!


mbl.is Kosningaþátttakan áfall fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er barnið geimvera!

Jörðin svífur um í geimnum og því eru allir Jarðarbúar, eðli máls samkvæmt, geimverur.

Getur hvaða bull sem er orðið að fréttum?

 
mbl.is Geimverubarn á leiðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er það tilfellið?

Er það ekki magnað að það skuli aðeins taka vísindamenn nokkur ár að komast að sömu niðurstöðu og brjóstvitið og heilbrigð skynsemi segir venjulegu fólki?

 
mbl.is Kjöt og mjólk úr klónuðum kúm í lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru 30.000 rúmmetrar á milli vina?

Í blíðunni undanfarna daga hafa verið fjarlægðir 30.000m3 af sandi úr Landeyjahöfn. Þetta er feikna mikið magn efnis og samsvarar teningi sem er 31 metri á kannt, eða nálægt því magni efnis sem kemur upp úr grunni  120 til 150 meðal einbýlishúsa.

Hvað er búið að moka miklu magni upp úr Landeyjarhöfn frá upphafi og hvernig er það í hlutfalli við aðrar hafnir á landinu?

Það væri gaman að fá úttekt og samanburð á þessu.

Það kæmi mér ekki á óvart þótt dýpkun Landeyjahafnar hafi þegar toppað það magn sem hefur verið mokað upp úr öllum öðrum höfnum landsins til samans á ársgrundvelli að meðaltali, undanfarna áratugi.

Ef þannig háttar, væri það eitt umhugsunarefni, þótt ekki komi annað til.   

 

 


mbl.is Nýtt dýpkunarskip til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er trúflokkastríð í uppsiglingu?

Ásakanir kvenna um kynferðislegt áreiti Gunnars í Krossinum í þeirra garð nær nýjum hæðum þegar Gunnar fullyrðir í  frétt á Vísi.is að nýtt trúfélag í Reykjavík standi að baki þeim söguburði.

Er nokkuð dásamlegra en þegar tveir trúflokkar fara í hár saman, örugglega báðir í Guðsnafni og með hans blessun?

Getur nokkuð annað borið sannleikanum betra vitni?


Hvað varð um yfirlýst áformin?

Ætlaði ekki Sullenberger, eða hvað hann heitir nú sá góði maður, að vera með lægsta verðið? 

Hvað ætli hafi orðið um þau metnaðarfullu áform?

 
mbl.is Bónus oftast með lægsta verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð færsla!

Ég vil benda lesendum mínum á þessa færslu Rúnars Kristjánssonar, sveitunga míns og bloggvinar, hún er áhugaverð.

 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband