Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

Kjánahagfræði

Miklir „vitringar“ á ferð, hvar fara þeir sem vilja taka áfengissöluna úr höndum ríkisins og færa einkaaðilum. Sem eiga auk þess að fá að selja áfengið nánast hvar og hvenær sem er. drunk-child.jpg

Besta leiðin til að mæta stórauknu aðgengi að áfengi, er að stórauka framlög í forvarnir segja „vitringarnir“.

En hver ætli að eigi að leggja fram það fé? Þeir sem fá vínsöluna? Nei auðvitað ekki, það á ríkið, sem missti söluna, vitaskuld að gera. Út á það gengur hagfræði Heimdellinga, þeir taka að sér hagnaðinn, ríkið sér svo um kostnaðinn.

Ríkið á væntanlega að leggja þannig til hundruð milljóna í forvarnir árlega, sem gengju eðli máls samkvæmt út á að sannfæra fólk um að hafa þessar „frjálsræðis“ breytingar að engu, nýta sér ekki þetta aukna aðgengi að áfengi og kaupa það alls ekki!

Eru forvarnir eitthvað annað en ein tegund  forræðishyggju? Er ekki þversögn í þessari Heimdallar hagfræði allri, er ég einn um að skilja hana ekki?


mbl.is Afnám einkaleyfis en ekki aukið aðgengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samið um hungur(lús)

hungurlus.jpgÉg er hræddur um að mörgum sjómanninum muni þykja rýrast sinn kostur nú þegar útgerðin samþykkir að leggja til frítt fæði.

Það er eins víst og að dagur fylgir nótt muni útgerðin, í sparnaðarskyni, týna úr kostinum allan „óþarfa“ og „lúxus“ að þeirra mati og ekki draga af sér.

Ekki þyrfti að koma á óvart að þetta aðhald kallaði á sérstakt stöðugildi á kontórnum hjá þeim stóru.


mbl.is Samið í kjaradeilu sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband