Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Gleðilegt sumar!

  Gleðilegt sumar!

smileysunAnnað er ekki hægt að segja, flestir eru komnir með vor í hjarta.

Að vísu er veðrið ekki ýkja sumarlegt þessa stundina, dumbungur, rigning og kalt.

En vorið er sannarlega komið, mófuglarnir flestir komnir og sumardýrðin framundan.

.


mbl.is Sumar og vetur frusu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hópsamviska Steinunnar?

Það er ljóst að Steinunn Valdís Óskarsdóttir,  líkt og aðrir sem fengið hafa háa styrki frá fyrirtækjum, þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Ég gef lítið fyrir þá yfirlýsingu Steinunnar að hún muni birta bókhald sitt ef Samfylkingin ákveði að frambjóðendur geri það.

Þetta snýst ekki um einhverja hópsamvisku, hér þurfa frambjóðendur að gera það upp við sig sjálfa, hvernig trúnaði  þeirra við kjósendur er háttað.


mbl.is Steinunn Valdís fékk fjórar milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegi svanurinn hefur breyst í ljóta andarungann.

skoðanak rvik-suðurSamkvæmt þessari skoðanakönnun tapar Sjálfstæðisflokkurinn stórt í Reykjavík suður. Fer úr 5 þingmönnum í 2. Guðlaugur Þór Þórðarson sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu var óumdeilanlega ein helsta vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum vikum.

Nú er hún Snorrabúð stekkur. Nú hefur þessi fallegi Svanur, sem breiddi stoltur út vængina og umfaðmaði velgengnina breyst í ljóta andarungann, sem enginn vill kannast við.

Jafnvel hans nánustu samstarfsmenn og flokksfélagar keppast nú við að afneita honum.  Kosningaplöggum er snarlega breytt með nútíma tækni, Guðlaugur fjarlægður og aðrar vonarstjörnur settar inn í staðinn.

Guðlaugur má fastlega gera ráð fyrir miklum fjölda útstrikanna þeirra sem þó lafa á flokknum. Það eru því yfirgnæfandi líkur að Guðlaugur færist niður listann og falli af þingi. Birgir Ármannsson yrði þá þingmaður  miðað við þessa útkomu. Það má svo deila um hversu gæfulegt það nú er.

Guðlaugur má sannarlega muna sinn fífil fegurri. Hans pólitíska ferli er örugglega lokið. Hann hefur sungið sinn svanasöng.

baeklingur_xd_gulli_horfinn

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærðin skiptir víst máli....

Það er ekki kreppa í Frakklandi, allavega ekki alvarleg, sem marka má af þeim 30 milljörðum sem þeir ætla að spandera í stærri flugvél fyrir forsetann hugumstóra Sarkozy.Airbus A319

Sarkozy er haldinn einhverri minnimáttarkennd að fljúga núna „aðeins“  á Airbus A319 þegar aðrir þjóðhöfðingjar eins og t.a.m.  Bandaríkjaforseti, sem ferðast á hinni nafntoguðu Airforce1 sem er Boeing 747-200B.

Sarkozy er ekki maður hávaxinn og það er vandséð hvernig það þjónar sjálfsáliti hans að fá stærri vél. Hann mun fyrir vikið aðeins sýnast enn minni tittur, þegar hann stígur frá borði.

Við innréttingu vélarinnar verður farið eftir dyntum og duttlungum forsetahjónanna, en eitthvað stendur það í flugvélahönnuðunum að koma þar fyrir fullvöxnu baðkari sem hæfa þykir tign frúarinnar.

Frakkar velja sér örugglega næst ögn hávaxnari forseta sem ekki hefur áhyggjur af stærð „græjunnar“.


mbl.is Stærð skiptir máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dólgar og dónar EBE.

Auðvitað er það dólgsleg árás á Sjálfstæðisflokkinn og þá um leið á  Íslensku þjóðina að dirfast að kjafta frá því að Evru smjörklípu hugmyndir Sjálfstæðisflokksins með aðkomu AGS væri tómt froðusnakk.

Það verður að kenna fulltrúum Evrópusambandsins þá eðlilegu kurteisi að hringja í Valhöll og kynna sér hvaða afstöðu sambandið megi að taka til hugmynda Sjálfstæðisflokksins, áður en þeir gaspra einhverjabjörn bjarnason 3 vitleysu.

Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn að hræra nýjan froðuvelling fyrir kjósendur. Vonandi verður honum ekki líka spillt af dólgum og dónum EBE sem ekki hafa skilning á hvað hentar Íslendingum best.

Eins og peningastefna Sjálfstæðisflokksins var glæsileg, djúpt hugsuð og gegnumpæld er þá nema von að Birni Bjarnasyni misbjóði svona framkoma.

. 
mbl.is Dólgsleg árás, segir Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn er gersamlega út á túni, stefnulaus, ráðvilltur og veruleikafyrtur

jón magnússonÉg hlustaði á pistil sem Jón Magnússon flutti á útvarpi Sögu eftir hádegið í dag. Við hlustunina varð mér endanlega ljóst hvers vegna Jón hefur aldrei þrifist í pólitísku samstarfi. Það er sama hvar Jón hefur fundið sér náttstað, allstaðar hefur hann fyrr en síðar komist upp á kant við aðra og þá ekki síður samherja en andstæðinga.

Það gilti einu hvar Jón bar niður í þessum pistli sínum, öllu snéri hann á haus, meira að segja hans eigin sannfæringu frá tíð hans í Frjálslindaflokknum.

Jón sagði m.a. að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem hefði skýra stefnu í peninga- og gjaldeyrismálum! Ja, mikill er andskotinn, eins og konan sagði.

Grunnurinn í þessari „skýru peningamálastefnu“ flokksins eru í besta falli óljósar, óútfærðar og illa grundaðar  hugmyndir um að taka einhliða upp Evru. Evrópusambandið hefur áður slegið allar slíkar hugmyndir út af borðinu, það breytist ekki hversu oft sem Sjálfstæðismönnum kann að detta þessi snilld í hug.

Nýjasta viðbótin við snilldina var sú hugljómun að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að leggja málinu lið.  Hversu raunhæft  ætli  Valhallar vitringarnir hafi í raun og veru talið þann möguleika að AGS myndi aðstoða okkur við einhliða upptöku á Evrunni í óþökk Evrópusambandsins?

Mun líklegra mátti telja að Sjálfstæðisflokkurinn færi að boða Marxísk fræði  áður en það gerist.karl marx Enda hefur AGS nú skotið þessa efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins í kaf. Flokkurinn verður núna að prjóna nýtt viðhengi við ráðaleysið.

Gefum okkur að þessi leið verði farin. Í umferð eru 22 milljarðar í seðlum og mynt í Íslenskum krónum. Í  startinu þarf að skipta öllum krónunum út fyrir Evrur. Til þess þurfum við að kaupa Evrur.

Með hverju á að borga fyrir þær?  Er hugmyndin að greiða fyrir þær með krónum? Eða á að skipta á þeim og ónotaðri  viðskiptavild og öðrum loftbólu hagstærðum þess fjármálakerfis sem nú er hrunið og hefur valdið þjóðinni mesta böli sem hún hefur staðið frammi fyrir frá upphafi landnáms?

Annað sem Jón Magnússon deildi með hlustendum af sinni dýpstu sannfæringu var  sú staðreynd að það er Samfylkingunni að kenna hversu skýr stefna Sjálfstæðisflokksins er í þessum málaflokki. Ef hún hefði hokrað áfram í stjórnarsamstarfinu, en ekki hrokkið upp af standinum, þá hefði Landsfundur Sjálfstæðisflokksins að öllum líkindum tekið annan pól í hæðina og lagt blessun sína yfir Evrópustefnu Samfylkingarinnar!!  Svo mörg voru þau orð.

Það vantar mikið á að ég sé sannfærður Evrópusinni. Mig skortir allar forsendur til að geta tekið afstöðu með eða móti. Það hafa komið fram miklir spámenn og vitringar sem „vita allt“ um Evrópusambandið, ýmist með eða á móti.

Sannleikurinn verður almenningi ekki ljós nema að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og séð  hvað samningar í kjölfarið færa okkur. Fyrr vitum við ekki hvort berin séu súr eða sæt.

Það er ábyrgðarhluti af stjórnmálamönnum, sem vilja láta taka sig alvarlega, að hafna alfarið að óathuguðu máli þeim möguleika að Evrópusambandsaðild  geti verið vænleg leið fyrir Ísland út úr þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir.  

En um eitt virðast allir flokkar vera sammála. Það er að lokaákvörðunartaka um aðild verði í höndum þjóðarinnar. Ef þeir meina það, hver er þá áhættan að kanna málið og afhenda svo þjóðinni málið til ákvörðunar?

  
mbl.is AGS getur ekki haft milligöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðsubull!

Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands hf. og formaður Útvegsmannafélags Snæfellsness segir sjóða á mönnum á landsbyggðinni vegna hugmynda um fyrningu aflaheimilda.

Ólafur segir m.a.: „Það sýður á mönnum vegna þessa 5% landsbyggðarskatts, sem við köllum þær fyrningarhugmyndir aflaheimilda sem Samfylkingin og VG hafa verið að boða. Þær eru aðför að ábyrgri fiskveiðistjórnun, aðför að rekstargrundvelli sjávarútvegsfyrirtækja, aðför að atvinnuöryggi sjómanna og fiskverkafólks og síðast en ekki síst ávísun á verðfall eigna fólks í NV-kjördæmi.“

Þvílík samsuða á bulli, rökleysu og öfugmælum.

Ég held að ekki sjóði á öðrum landsmönnum en núverandi handhöfum aflaheimilda. Það er undarleg uppsetning að kalla það aðför að atvinnuöryggi sjómanna og fiskverkafólks verði kvótinn innkallaður á 20 árum og skilað aftur til þjóðarinnar. Er Ólafur að halda því fram að þessum 5% aflaheimilda sem innkölluð verða árlega, verði hent og engin fái í framtíðinni að veiða þann fisk?

Þessi málflutningur er með ólíkindum, ekki þarf annað en fara úr einu sjávarplássinu í annað og skoða þær afleiðingar sem frjálst framsal aflaheimilda hefur haft á byggðirnar.

Ekkert í Íslandssögunni að náttúruhamförum meðtöldum,  hefur farið jafn eyðandi hendi um sjávarplássin en frjálst framsal kvótakerfisins, ekkert hefur orsakað meiri eignaupptöku, ekkert hefur haft verri félagslegar afleiðingar fyrir íbúa sjávarplássanna, sem hafa horft á kvótann, lífsbjörgina  hverfa úr byggðunum.

Kvótagreifarnir seldu fjöregg þorpanna, hurfu á braut með fullar hendur fjár en eftir sat fólk án atvinnu og oftar en ekki bundið átthagafjötrum óseljanlegra  „eigna“.

Þetta er það sem Ólafur og félagar bjóða uppá og vilja viðhalda og þróa áfram, sjálfum sér til hagsbóta, skítt með aðra. Er þetta það sem þjóðin vill?

Það er öllu nær sanni að á þjóðinni sjóði vegna Ólafs og hans meðreiðarsveina.


mbl.is „Sýður á mönnum vegna 5% landsbyggðarskattsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markmið Núllflokksins endurvakið?

Í Alþingiskosningum 1971 kom fram framboð sem vakti að vonum nokkra athygli. Þar var á ferðinni Framboðsflokkurinn, sem líka var kallaður Núllflokkurinn eftir að hann fékk  listabókstafinn O.

Framboðsflokkurinn hafði það yfirlýsta og háleita markmið að fá mann ekki kjörinn á þing!

Nú hefur Ástþór og Lýðræðishreyfing hans tekið upp þetta gamla baráttumál Núllflokksins, þótt framkvæmdin sé með allt öðrum og ólíkum hætti.

Núllið fékk 2110 atkvæði í kosningunum, ólíklegt verður að telja að Ástþór & Co jafni það þótt kjósendum hafi fjölgað verulega síðan þá.

 
mbl.is Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í anda lýðræðisins

ástþórÞað er jákvætt fyrir lýðræðið, tilgang þess og anda, að framboð Lýðræðishreyfingarinnar var úrskurðað gilt.

Flestir hafa skoðun á Ástþóri Magnússyni og skoðunum hans, ég er einn af þeim. Mín skoðun á Ástþóri er í stuttu máli  sú að hann verður seint valkostur hjá mér í kjörklefanum.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að allir eiga að hafa skýlausan rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós hvar og hvernig sem er svo fremi að þeir gangi ekki með því á rétt annarra.

Það tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi hefur Ástþór Magnússon rétt eins og aðrir.

Skoðanir og yfirlýsingar á þá leið „að það væri nauðgun á lýðræðinu ef Ástþór fengi að bjóða fram aftur“ hittir engan fyrir nema höfund sinn og opinberar aðeins takmarkaðan skilning viðkomandi á lýðræðinu og virðingu hans fyrir því.

Lýðræðið verður í mínum huga aldrei það sem því var ætlað að vera nema það sé alltaf virkt, líka þegar það vinnur gegn persónulegum hagsmunum mínum.


mbl.is Framboð P-lista úrskurðað gilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsbændur og hjú.

Á framboðsfundinum á Akureyri í kvöld lagðist Kristján Þór Júlíusson hart gegn öllum hugmyndum um afturköllun aflaheimilda.

M.a. sagðist hann ekki sjá hvernig t.d. væri hægt að afturkalla aflaheimildir,  sem sjómenn og útgerðin hefðu aflað sameiginlega, hörðum höndum,utan lögsugu.

En Kristján lét þess ógetið hvers vegna kvótinn væri þá ekki sameign sjómanna og útgerðar, væri hans aflað sameiginlega, hvort heldur var utan eða innan lögsögu?

 

                                               


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband