Lýgur Sigurður Pétur líka núna?

Ekki þekki ég málavöxtu í þessu máli nægjanlega til að geta dæmt hvort þeirra fari með rétt mál Sigurður Pétur eða Soffía. En hitt veit ég eftir að hafa tvisvar haft afskipti af Sigurði Pétri  að fyrir  honum er það ekkert vandamál að hagræða sannleikanum.

Við hjónin bjuggum um tíma á Sauðárkróki og tókum þar að okkur að bera út geisladisk sem gefin var út í fjáröflunarskyni fyrir Soffíu, þegar hennar barátta stóð sem hæst. Fólk hafði áður pantað diskana, við þurftum aðeins að bera þá út og taka við greiðslu. En það gekk hægt og illa, fólk var ekki heima, átti ekkert laust, Siggi var niður í sjoppu með veskið, það stóð illa á o.s.f.v. eins og gengur.

Við gátum aðeins stundað dreifinguna á kvöldin eftir vinnu og lögðum afraksturinn jafnóðum inn á þann reikning sem okkur var uppálagt. Sigurður Pétur hringdi daglega og rak á eftir peningunum, honum gekk illa að skilja gang málsins og orð hans í okkar garð urðu með hverju símtali grófari uns um hreinar svívirðingar var að ræða. Okkur var þá nóg boðið og sendum restina af diskunum suður og sögðum okkur frá frekari störfum fyrir manninn.

Sigurður Pétur kemur í viðtal í sjónvarpinu stuttu síðar vegna orðróms um að ekki væri allt með felldu varðandi meðferð á söfnunarfénu. Þar fór hann mikinn og fullyrti að allt fé færi inn á ákveðinn reikning í Búnaðarbankanum og ekkert færi út af þeim reikning nema bankinn legði blessun sína yfir það.

Það var svo sem gott og blessað nema reikningurinn sem Sigurður Pétur talaði um var ekki reikningurinn sem við vorum látin leggja inn á, sá reikningur var í öðrum banka!! 

Síðari kynni mín af S.P. voru í Kántrýbæ á Kántríhátíð. Þar varð sá atburður að kona sem hann var að nudda sér utan í, varð vegna yfirgangs hennar og sóðahátternis  fyrir því „óláni“ að fá velútilátið kjaftshögg með tilheyrandi afleiðingum.

Af einhverjum undarlegum ástæðum taldi hún að konan mín hefði slegið sig með bjórkönnu og lagði fram kæru. Það veit ég allra manna best að konan mín kom þar hvergi nærri. Þar sem konan mín vildi eðlilega ekki meðganga við yfirheyrslur lögreglu endaði málið fyrir dómi.

Sigurður Pétur bar fyrir Héraðsdómi Norðurlands, áminntur um sannsögli, að hann hefði séð konuna mína slá spúsuna sína. Framburður annarra vitna studdi ekki þá frásögn, heldur þvert á móti.  Konan mín var því eðlilega sýknuð.

Þótt sannað þætti af framburði annarra vitna að Sigurður Pétur hafi ekki verið í salnum á þessum tímapunkti og gæti því með engu móti hafa orðið vitni af atburðinum, þá setti hann það ekki fyrir sig og laug blákalt eiðssvarinn fyrir réttinum.

 
mbl.is Dóttir Sophiu kom ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var í bekk með S.P. í versló og ætla ekki að bæta neinu við frásögn þína, en vil bara segja að ég trúi þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.2.2010 kl. 16:53

2 identicon

Hef lent í þessu fífli.  Hann er nágranni tengdaforeldra minna, og annar eins hlandhaus og hálviti hef ég ekki orðið meira vitni af.  Vildi að Halim al hefði rænt honum líka.

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 17:23

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þótt álit mitt sé ekki hátt á þessum aðila, vil ég samt góðfúslega benda á, að fólk ætti kannski að passa sig á öllum nafnaköllum.

Þið berið jú ábyrgð á skrifum ykkar. ;)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.2.2010 kl. 18:15

4 Smámynd: ThoR-E

Það sem ég hef heyrt af þessum manni er að ... ja.. hann á ekki erfitt með að beygja sannleikan. Best að orða það bara þannig.

En hvað þetta dómsmál varðar.. að þá hefur komið í ljós að Soffía laug upp á hann.. að hann hefði falsað undirskriftir osfrv. þannig að .. hann sagði allavega satt þar.

ThoR-E, 14.2.2010 kl. 14:11

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég get ekki um Soffíu dæmt AceR. En ég set fyrirvara við allt sem þessi maður kemur nálægt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.2.2010 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.