Ég fékk kvörtun í síđustu viku!

Ég var úti ađ ganga međ hann Bangsa minn, eina af 5 til 6 slíkum gönguferđum daglega. Ég hef freistast til ţess einstaka sinnum, vitandi af algjöru meinleysi Bangsa, ađ hafa hann lausan og leyfa honum ađ nýta sér frelsi einstaklingsins ađ góđra manna hćtti.

IMG_0090Mćtum viđ félagarnir ţá ekki manni međ vart sýnilegan teskeiđarhund í taumi.  Bangsi, sem var örlítiđ á undan mér, rétt snéri nefinu ađ „hundlíkinu“, hnussađi og hélt för sinni áfram.

En ţegar ég mćtti manninum ţá hreytti hann í mig; „Ég er í fullum rétti, skal ég segja ţér! Hundar eiga ekki ađ ganga lausir!“.  

„Heppinn ertu ađ vita ţína réttarstöđu, vinur“  var ţađ eina sem mér datt í hug ađ segja í hita augnabliksins.

Og ég sem hélt ađ glćpamenn einir vissu allt um sína réttarstöđu.

   
mbl.is 237 kvartanir til Landlćknis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

En eftir stendur ađ hundar eiga ekki ađ ganga lausir.

Sigrún Jóna (IP-tala skráđ) 24.2.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hundar eru margskonar Sigrún, ég ţekki menn sem eru nćr ţví ađ vera rakkar en hundurinn minn. En satt eigi ađ síđur ađ lausaganga hunda er víđast hvar bönnuđ.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2010 kl. 19:54

3 identicon

Ég veit ţađ.

Ég er ekki ađ tala um mannhunda, sem eru a.m.m. verri en nokkurt rándýr.

Ég er ađ tala um hunda, sem eru besti vinur mannsins.

ţađ er leitt ađ geta ekki látiđ ţá hlaupa frjálsa um utandyra, en međan til eru manneskjur sem eru hrćddari viđ hunda en nokkuđ annađ, og geta fengiđ t.d. hjartaáfall viđ ađ mćta "frjálsum" hundi, ţá verđur bara ađ fara ađ reglum.

Sigrún Jóna (IP-tala skráđ) 24.2.2010 kl. 20:07

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Sigrún ţađ er ţađ eina sem ég hrćđist ađ hafa Bangsa lausan eru viđbrögđ fólks viđ honum. Sem betur fer hef ég aldrei kynnst neinum sem ekki líkađi návist hans... eđa... nćstum ţví.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2010 kl. 20:20

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég held ađ ţađ yrđi nú leit ađ hundi sem er jafn gćfur og meinlaus eins og hann Bangsi.

Ţađ eina sem er hćttulegt viđ hann, er hversu afskaplega vinalegur hann er. Ţađ er ekki nema ţađ fólk sem honum líst ekkert á, sem hann lítur algerlega framhjá án ţess ađ líta viđ svo mikiđ sem einu sinni.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.2.2010 kl. 20:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband