„Nöldur og nagg í kvöldmatinn“

discovery lendingInnkoma geimferjunar Discovery  inn í gufuhvolfið og lending, sem fyrirhuguð er á morgun, er án notkunar á hreyflum.

Flug hennar inn til lendingar er hreint svifflug og því vandséð hvernig einhverjar öskuagnir ættu að geta truflað lendingu hennar.losnar_vi_noldur

Þessi ferð Discovery er sögð tímamótaferð því aldrei hafi fleiri konur verið staddar úti í geimnum á sama tíma eða fjórar alls.

Sem er afskaplega sorglegt því þetta síðasta athvarf karla, geimurinn, er nú farið, hvergi er friður fyrir átroðningi kvenna.

Alstaðar ríkir sama eilífa nöldrið og naggið.

.

   
mbl.is Eldgosið truflar ekki Discovery
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Hamarinn, 18.4.2010 kl. 20:20

2 identicon

Geimskutlan er ekki búin þotuhreyflum sem eru viðkvæmir fyrir ösku, eins og þú veist sjálfsagt. Þeir gagnast ekkert í geimnum en geimskutlan er viðkvæmari fyrir árekstrum við öskuagnirnar heldur en þoturnar vegna margfalds hraða hennar.

HH (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 10:52

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

HH, þegar geimferjan er komin það neðarlega í gufuhvolfið að hún kæmist í snertingu við öskuna hefur hraði hennar minnkað niður í hraða venjulegrar flugvélar. Enda gengi henni að öðrum kosti illa að lenda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.