Eureka, eureka!

Frá upphafi kvótakerfisins hefur Hafró lagt til niðurskurð á aflaheimildum þorsks, nánast ár hvert, í ljósi mælinga á stofnstærðinni. 

Núna bregður svo við að mælingar Hafró sýna að hrygningarstofn þorsks hafi eitthvað braggast. Stekkur þá ekki fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Einar Guðfinnsson, inn á sviðið og hrópar eureka, eureka, kerfið er að virka!

Ráðherrann telur að niðurskurðinn  sem hann ákvað 2007 og var nr. 20 og eitthvað í röð slíkra ákvarðana sem engu skiluðu, sé klárlega að skila okkur stærri veiðistofni.

Kerfið er sem sagt að virka og allt Einari að þakka, ekki spurning um það.

 

Klár karl hann Einar, í sinni afneitun.

  
mbl.is Rétt ákvörðun að draga úr veiðum 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er svo hætt við að jafnvel tímamótaafrek gleymist ef maður rifjar þau ekki upp sjálfur.

Þessi svokallaða niðurstaða er reyndar sönnun þess að Einari Kr. og Hafró tókst ekki að drepa þoskstofninn úr hungri með því að ofbeita fiskimiðin.

Sannað hefur verið að í það minnsta sjö staðbundnir þorskstofnar hrygna hér við land. Hafró leggur eitt stærðamat á allan þorskstofninn við Ísland!

Gefum okkur að þorskurinn gangi hraðast á miðin þar sem stofninn er veikastur. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að stór hluti veiðflotans flykkist þangað - og hvað gerist þá?

Þetta er ofvaxið skilningi Jóhanns Sigurjónssonar og Einars Kr.

Árni Gunnarsson, 4.6.2010 kl. 15:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir ætla seint að átta sig á því Árni,  að bústofninn getur ekki orðið stærri en beitarlandið ber, ef ekki á illa að fara.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2010 kl. 16:22

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Síðasti séns fyrir gaurinn að slá sig til riddara. Fór hann sjálfur á haf út og fóðraði þorskinn ? Það mætti halda það. Krampakennt.

Finnur Bárðarson, 4.6.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband