„Enginn Ísraeli meiddist“!

Það er „gleðilegt“  að enginn ísraelskur hermaður meiddist þegar þeir myrtu, úr þyrlum, sex Palestínska menn við köfun úti fyrir strönd Gasa.

Ísraelar koma auga á menn við köfun úti fyrir strönd Gasa og fá hugljómun – AHA hryðjuverkamenn, ekki spurning!  BANG – málið dautt.

Vinnubrögðin og hugsunarhátturinn að baki þessu minnir mest  á meindýraeyðingu - þvílík mannfyrirlitning.

Hendur okkar vesturlandabúa eru blóði drifnar ekkert síður en Ísraela meðan við  samþykkjum svona háttsemi  með þögn og aðgerðaleysi.


mbl.is Ísraelar skjóta fjóra kafara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gíslason

Hvaða fordómar eru þetta?  Mennirnir voru með kúta á bakinu fulla af sprengiefni og með langdrægar tölvustýrðar skutulbyssur með kjarnaoddi.  Þetta var augljóst hverjum sem sjá vildi á ljósmyndum af atburðinum.

Ólafur Gíslason, 7.6.2010 kl. 11:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við nánari skoðun -já, þá er þetta sennilega rétt hjá þér Ólafur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2010 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.