Hver á og hver má?

Evrópusambandið og Noregur  íhuga að beita okkur Íslendinga þvingunum vegna veiða okkar á Makríl í okkar eigin fiskveiðilögsögu, því þeir segjast alfarið eiga þennan flökkufisk.  

Ef þessar þjóðir eiga þennan fiskistofn, þá hljóta þeir að sama skapi að bera ábyrgð á honum og ættu því, í stað þess að vilja meina okkur að grípa til varna og veiða úr stofninum, að greiða okkur skaðabætur fyrir innrás hans í Íslenska fiskveiðilögsögu, hvar hann étur allt sem að kjafti kemur.


mbl.is Íhuguðu að banna innflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð athugasemd Axel!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.8.2010 kl. 08:11

2 identicon

Sjávarhiti við Ísland hefur hækkað. 

 Makríllinn kemur í kjölfarið. 

Sjávarhiti hækkar vegna hlýnunar andrúmsloftsins. 

Andrúmsloftið hlýnar vegna gróðurhúsaáhrifa, þ.e. vegna aukins Co2 í andrúmsloftinu.

Evrópusambandsríkin og Bandaríkin bera mesta ábyrgð á auknu Co2 og fleiri "gróðurhúsalofttegunda".

Norðmenn hagnast á olíu og gasvinnslu, þ.e. hráefninu í Koltvísýringinn.

Makríllinn "flakkar" því ekki til okkar.  Hann er sendur.

Við tökum því aðeins á móti "innrásinni", eins og okkur lætur best.

Friðrik I Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 09:13

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Makríllinn er eins og hver annar innrásarher. Við hljótum að snúast til varnar og hrekja  hann af höndum okkar eða handsama hann. Er það ekki venjan hjá siðuðum þjóðum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2010 kl. 09:37

4 identicon

Góður!:))

ks (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.