Rétttrúnaðarofstækið

Það er ekki annað hægt en vera sammála Brynjari Níelssyni hæstaréttarlögmanni að ómaklega hafi verið vegið að Björgvin Björgvinssyni fyrrverandi yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar vegna varnaðarorða hans í blaðaviðtali.

Ofstækis rétttrúnaður hefur enn einn ganginn lagt skynsemina að velli.


mbl.is Segir ofstæki ráða ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ofstæki? Varnaðarorð? Hérna er það sem hann sagði, orðrétt:

"Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum."

Semsagt, oftast er nauðgun alfarið á ábyrgð þolandans, ekki gerandans. Er það ofstæki að reiðast yfir þessum orðum? Hvernig eiga fórnarlömb nauðgana að treysta því að þeirra mál verði rannsökuð af þeim sem getur sagt svona?

Valdís Björk Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Valdís: Já, að lesa þetta út úr orðum hans er akkúrat það; ofstæki.

Það sem hann er að segja með þessum orðum, er að konur og menn sem ekki taka nægilega mikla ábyrgð á sjálfum sér, og drekka sig svo hauslausa að það veit hvorki í þennan heim né annan, séu auðveldari bráð fyrir gerendur.

Semsagt, ef fólk gengur hægt um gleðinnar dyr, og sér til þess að verða ekki svo drukkið að það týni vinum, síma og veski, og komi sér alltaf heim, eru í minni hættu en þeir sem voru ekki eins ábyrgðarfullir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.8.2010 kl. 14:01

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Bíddu, væntanlega hefur Björgvin "sjálfur" metið stöðu sína í ljósi ummæalanna, og síðan út frá viðbrögðum almennings á þann hátt að eðlilegt væri hjá honum að fara fram á fluttning í starfi. Burtséð frá því hvort Björgvin hafi orðað viðhorf sitt á klaufalegann hátt eða ekki, þá eru ummælin ekki beint til þess fallin að hlaða undir trúverðugleika deild kynferðisafbrota.

hilmar jónsson, 19.8.2010 kl. 14:14

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Valdís, er það rangt hjá lögreglumanninum að nauðganir séu oftast tengdar neyslu á áfengi og öðrum vímuefnum?

Nauðgarar velja sér auðveldustu fórnarlömbin og því auðveldari verður leikurinn þeim sem fórnarlambið verður "viðráðanlegra" sökum drykkju. Þarf ekki skarpan heila til að sjá það.

Lögreglan brýnir iðulega fyrir fólki að skilja ekki eftir verðmæti í bílum eða að láta þau sjást til að freista ekki þjófa. Engin talar um að lögreglan sé með því að gera bíleigendur ábyrga fyrir þjófnuðum úr bílum eða frýja þjófana.

Lögreglan brýnir iðulega fyrir fólki að "auglýsa" ekki að engin sé heima. Engin ásakar lögregluna fyrir að vera með því að færa ábyrgðina á innbrotum af þjófum yfir á húseigendur.

En þegar lögreglan brýnir fyrir konum að "auglýsa" sig ekki sem heppileg fórnarlömb nauðgara fer fólk á límingunum.

Lögreglan má sem sagt vara þig við að auðvelda innbrot á heimili þitt en hún má ekki vara þig við að auðvelda nauðgara að koma fram vilja sínum.

Finnst þér það í lagi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 14:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hvarflar ekki að mér andartak Hilmar, annað en ákvörðum Björgvins um flutning hafi verið byggð á þeirri staðreynd að valið stæði um það eða brottrekstur.

Þetta snýst um túlkun á orðum Björgvins og með hvaða hugarfari  þau eru meðtekin. Það hvarflar ekki að mér andartak að þessi yfirlýsing hafi verið sett fram í öðrum en sínum jákvæðasta tilgangi.

Mistök Björgvins liggja helst í því að veita DV viðtal, sá miðill er ekki sá heppilegasti til að koma "vandmeðförnu" efni rétt til skila.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 14:46

6 identicon

Það er bara alrangt að flestar nauðganir tengist áfengisneyslu... einungis 21% fórnarlamba nauðgana eru undir áhrifum, bara svo það sé á hreinu...

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 16:05

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaðan hefur þú þær upplýsingar Margrét, fer lögreglumaðurinn með fleipur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 16:24

8 identicon

Þetta kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem má nálgast á auðveldan hátt á stigamot.is... 

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 16:28

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit ekki hvernig á að túlka þessa töflu Margrét.  T.a.m. eru tekin með börn inn í hlutfallið (15,2%) en sagt að eigi ekki við.

Af hverju eru börnin tekin með í töflunni þegar það skekkir heildarmyndina?

Svo voru 15,2% kvenna stundum undir áhrifum þegar þeim var nauðgað!! Ég veit satt að segja ekki hvort hægt sé að kommenta um þessa fullyrðingu án þess að raska ró einhverra.

Eina staðhæfingin sem getur verið marktæk í þessari töflu er hlutfall þeirra sem segjast ekki hafa verið undir áhrifum þegar ofbeldið var framið eða 44,3%, sem eru í raun 38%, þegar börnin sem ekki eiga erindi inn í þessa töflu hafa verið tekin frá.

Það þýðir að 62% hafa ekki verið edrú!

Svo læðist að manni sá grunur að að allt ofbeldi gegn konum sé hér kallað kynferðisofbeldi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 19:10

10 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég held að rannsaka þurfi samtökin Stígamót. Samtökin hafa of einsýnt viðhorf til vandasamra mála og geta held ég aldrei gegnt hlutverki sínu með því móti. Þvert á móti gert skaða. Ég veit um dæmi um óeðlileg afskipti samtakanna í sálrænum veikindum og tilraun þeirra til að þefa upp kynferðislegt ofbeldi sem fyrstu orsök allra ófara.

Fyrsta skref væri að fara fram á það skilyrðilaust að samtökin séu mönnuð jafnmörgum körlum og konum á öllum vöktum því kynferðisofbeldi er ekkert einkamál kvenna.

Að auki að öll stærri mál séu yfirfarin af siðferðisnefnd ( einskonar kæruaðila) sem væri óháð samtökunum undir stjórn Dómsmálaráðherra.

Guðmundur Pálsson, 19.8.2010 kl. 19:30

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kynjajafnrétti er hugtak sem Stígamót ætla öðrum að uppfylla Guðmundur. Ég hef þó ekki forsendur til að meta starf þeirra að öðru leyti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband