Tekinn á himnateppið

Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn djúpt á skilningi hjá mér á orðum og boðskap Karls Sigurbjörnssonar biskups og núna, ég veit hreint ekki á hvaða vegferð biskupinn er í þessu ljóta máli Ólafs Skúlasonar biskups.

 „Það er enginn þess umkominn að skera úr um hvað þarna hefur gerst. Ólafur biskup stendur frammi fyrir þeim dómstóli sem um síðir mun dæma okkur öll, hvert og eitt. En fyrir mannlegum augum er hver saklaus uns sekt er sönnuð og þessi sekt verður aldrei sönnuð.“

Ja það er bara svona, hvað telur biskupinn, þessi æðsti  sálnagæslumaður þjóðkirkjunnar að þurfi til sönnunar í svona málum? Guðlega íhlutun, SMS að ofan? Fyrir venjulegum dómstólum eru leidd fram vitni og þegar  jafnmikill samhljómur er á milli vitna fyrir þeim dómi, og í þessu máli Ólafs er ekki vafi á sekt.  

Biskupinn kýs að láta enn sem ekkert sé og veifa heilagleik Ólafs og lýsa yfir sakleysi hans þrátt fyrir þann vitnisburði sem fram er kominn og nú síðast skelfileg frásögn dóttur hans. Það tók sóknarbarnið Guðrúnu Ebbu heilt ár að fá áheyrn hjá kirkjunni sinni, heilt ár! Það er pottþétt ekki tilgangur Guðrúnar Ebbu, með því að stíga fram, að draga durtinn föður sinn fyrir dóm með frásögn sinni, heldur að reyna með henni að leiða umræðuna innan kirkjunnar inn á rétta braut.

Þetta mál snýst ekki lengur um sekt  eða syndleysi Ólafs Skúlasonar og er sú umræða öll á villigötum og biskupinn leiðir hana fimlega framhjá aðalatriðinu og blæs upp smáatriðin. Það verður auðvitað aldrei hægt úr þessu að refsa Ólafi Skúlasyni og því er sú umræða aukaatriði og tímasóun. Aðalatriðið og það eina sem máli skiptir er að kirkjan dragi lærdóm af þessu máli, taki upp ný og bætt vinnubrögð og viðhorf  til að hindra að svona subbuskapur þrífist innan hennar veggja.

Það er almenningi og fórnarlömbum kynferðisofbeldis lítil huggun að durturinn og druslan Ólafur Skúlason og aðrir slíkir innan kirkjunnar verði teknir á teppið á hjá himnafeðgunum.   


mbl.is Kynferðisbrot þögguð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Nú held ég að dýpki líka milli kirkjunnar og barna hennar:(

Mér sýnist biskupinn vera snillingur í að gera lítið úr stóru!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.8.2010 kl. 10:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Blessunarlega hefur orðið viðhorfsbreyting hjá almenningi varðandi þessi skelfilegu mál, þöggun og leynd er að ljúka og opinber umræða í vaxandi mæli tekin um þessi mál.

En hjá kirkjunni ríkir forneskjan enn og ekki lát á henni þrátt fyrir aumar yfirlýsingar um annað, sem reynast síðan orðin tóm, þegar á reynir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.8.2010 kl. 10:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Biskupinn var með eindæmum klaufalegur og kjánalegur í svörum sínum, þeir munu tapa nokkrum sálum á þessu svari hans.  Forneskja er rétta orðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2010 kl. 10:57

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef það væri bara þetta einstaka atriði hvað kirkjuna varðar.

Hvernig hefur kirkjan birst okkur í gegnum tíðina ?

Samkynhneigðir=fordómar

Afstaða gagnvart ranglæti í þjóðfélaginu= Passívheit-almennt orðalag og ávllat passað sig á því að skauta fram hjá aðalatriðunum..Það má ekki styggja valdstéttina.

Ef mankyssagan er skoðuð, blasir við að kirkjan hefur verið vopn ríkjandi valdhafa hverju sinni, til að halda alþýðunni niðri og fá hana til að sætta sig við kúgun valdhafans.

Því meiri eymd sem þú tekur á þig og sættir þig við, því glæsilegri mótöku færðu að lokinni jarðvist.

Er þetta ekki það sem meira og minna liggur að baki hinna ýmsu trúarbragða ?

hilmar jónsson, 21.8.2010 kl. 12:13

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Afhverju er svona hugsunarháttur beintengdur við ríkið? Aðskilnað strax, og þessa menn úr embætti hið óðara!

Svona yfirhylmingar gerir þá líka að barnaníðingum og kvölurum.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.8.2010 kl. 13:07

6 identicon

Viðbrögð kirkju sýna mjög vel gáfnafar og siðgæði viðkomandi... Þeir sem hafa eitthvað skoðað níðingsmál trúarsöfnuða og sjá svo viðbrögð þjóðkirju... Fá svona Deja Vu all over again.

Líkt þenkjandi menn gera samskonar hluti... í trúarsöfnuðum flýtur skíturinn alltaf á toppinn... Menn þurfa ekki að hafa neina hæfileika nema það að vera rétt tengdur, að tala nægilega mikið.

Til að þekkja raunverulega hættulega menn innan trúarsöfnuða ber alltaf að skoða forystusauði í söfnuðum fyrst... as I said; Shit floats to the top...
Trúarbrögð eru raunverulega gerð svo ídíots geti fengið ómælda virðingu fyrir ekki neitt... fá ómæld völd fyrir ekki neitt.. að verða hafin yfir gagnrýni fyrir ekki neitt... thats the gawdman

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 14:01

7 identicon

Er einhver hissa á að hræðilegir hlutir gerist innan trúarbragða.... menn og konur innan kristni trúa að þetta á þessari mynd sé í alvöru...
Við borgum mönnum sem trúa þessu allt að rúmri milljón á mánuði, þeir fá ómælda og ógagnrýna virðingu fyrir það eitt að segjast vera guðsmenn, þeir fá einkaskrifstofuHALLIR undir sjálfa sig

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 15:27

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Aðskilnaður ríkis og kirkju, þó nauðsynlegur sé, kemur ekki í veg fyrir kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar, gæti aukið líkurnar ef eitthvað er því forneskjan og afturhaldshugsunarhátturinn mun þrífast til muna betur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.8.2010 kl. 16:32

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Vissulega leysir það ekki vandann varðandi misnotkun innan kirkju, en það er óásættanlegt að þetta miðaldaapparat sé á forræði ríkisins.

Maður fær orðið hroll við að heyra kirkjuklukkum hringt....

hilmar jónsson, 21.8.2010 kl. 16:44

10 identicon

Mig hlakkar svo mikið til þegar sá aðskilnaður gerist... mig hlakkar svo til að sjá kirkjuna reyna að hrifsa til sín landareignir og svona... Ég get vart beðið eftir að sjá þetta fara fram... hvernig kirkjan mun enn og aftur reyna að hafa íslendinga að féþúfu með því að selja og leigja okkur aftur illa fengnar eignir..

It's going to be fun to see

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 16:58

11 identicon

Ætti að vera aldurstakmark í kirkjuna, börnum undir átján ára aldri meinaður aðgangur nema í fylgd fullorðinna.

Hallgrímur. A. (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 09:50

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Messur eru eins og kvikmyndasýning þar sem allt er mætir á staðin nema myndin sem átti að sýna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband