Margt er líkt með prestum og pólitíkusum II

Það er sama hvort menn eru prestar eða pólitíkusar þeir viðhafa sömu vinnubrögð og siðferði. Það er að sitja sem fastast og ríghalda í embætti og vegtyllur nánast út yfir gröf og dauða, sama hvað upp kemur þeim til álitshnekkis. Prestsembættin eru þegar grannt er skoðað ekkert annað en tveggja heima pólitík. 

Séra Baldur Kristjánsson kemur fram með þá byltingarkenndu hugmynd að Karl Sigurbjörnsson víki – já, takið eftir víki – nei , nei ekki varanlega, hafi einhver haldið það – heldur tímabundið, - feli sig, með öðrum orðum, á meðan sannleiksnefndin fer hjá garði.

Karl getur svo laumað sér inn aftur, rétt eins og gerspilltu stjórnmálamennirnir sem tóku sér tímabundið leyfi frá Alþingi því þeir áttu orðið inni frítökurétt fyrir uppsafnaða spillingu. Þegar þeir koma aftur verða allar þeirra ávirðingar löngu gleymdar, hafi þær þá yfir höfuð verið til.

Karl getur þá, ferskur eftir endurkomuna, tekið til við vandræðaganginn af meiri krafti en áður.

Sjá fyrri pistil um sama efni


mbl.is Finnst koma til greina að biskup stígi til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein mesta heimsplága í dag eru barnaníðingsprestar... Málið er svo miklu stærra en Karl ... Málið er að kristni er trú hinna óábyrgu.. Jesú fyrirgefur allt ef þú játast honum

Annars væri ekki vitlaust að ég yrði afleysingabiskup.. ég er algerlega utanaðkomandi og mun aldrei leyfa nein níð né brot á mannréttindum...

doctore (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er það góða við kristni að allt er fyrirgefið, því skil ég ekki alveg þá skírskotun Karls biskups að forveri hans, níðingurinn, sé fyrir æðri dómi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 16:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, þetta er svo gamalt fyrirbæri að það er ekki nokkur leið að sjá hvort kirkjan lærði af konungum eða öfugt.

(Sbr. t.d. kónginn Henry II og erkibiskupinn Beckett)

Svo er annað vandamál; þetta með kristni og kristni. Sumar reglur fyrirgefa allar syndir í skriftastólnum en aðrar vilja ekki heyra á það minnst og boða syndaranum hæga brennslu í helvíti.

Mér líst alls ekki illa á Doksa í afleysingar - fáir menn utan prestastéttarinnar eru jafn áhugasamir um kristnar kenningar og hann :)

Kolbrún Hilmars, 1.9.2010 kl. 17:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við erum að horfa á margar mismunandi útgáfur af kristindómnum, mismunandi kirkjudeildir með ólíka sýn og túlkun, hvað er rétt? Allt, sumt eða ekkert?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 22:53

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þótt þið séuð trúlaus væri í góðu lagi að þið létuð af því að svívirða Kristna trú - mál kirkjunnar hafa ekkert með trúna að gera.

Sjálfur sagði ég mig úr kirkjunni á sínum tíma eftir árslanga deilu við Karl S.

En - það er ykkur til skammar að geta ekki látið trú okkar í friði.

Þið getið verið trúlaus mín vegna - það er ykkar mál.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.9.2010 kl. 07:30

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í hverju liggur sú svívirðing Ólafur?

Ef sanntrúaðir hafa einkarétt á almennu siðferði ættu þeir að umgangast það af meiri virðingu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband