Af hverju kjósa menn flokk eins og Svíþjóðardemókratana?

Bæði stjórn og stjórnarandstaðan í Svíþjóð hafa í kosningabaráttunni keppst við að afneita Svíþjóðardemókrötunum og sverja af sér hugsanlega stjórnarþátttöku með þeim.

Það er ekki sjálfgefið að fylgisaukning SD sé eingöngu tilkomin vegna þeirrar eigin stefnu, hún gæti allt eins og ekki síður legið í stefnu, eða stefnuleysi, annarra flokka í ákveðnum málaflokkum.

Það ættu allir lýðræðissinnaðir flokkar, jafnt hér á landi sem í Svíþjóð,  að íhuga hvað það gæti verið í þeirra eigin stefnu  sem gerir öfgaflokk eins og Sænskudemókratana að raunhæfum valkosti.


mbl.is Pólitísk kaflaskil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem hata eigið lif og vilja taka það út á öðrum.

Geiri (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 21:58

2 identicon

Það sama er að gerast í Svíþjóð og mörgum öðrum Evrópulöndum, sem hafa leyft óheftan aðflutning múslima. Ástandið er orðið skelfilegt á mörgum stöðum í Svíþjóð, t.d. í Malmö þar sem múslimar hafa bókstaflega tekið öll völd og svíar hafa flúið borgina. svíþjóðardekókratarnir standa vörð um vestræn gildi, hinir flokkarnir eins og vinstri menn hafa ekki gert það og því hefur almenningur ekkert annað val. Fyndnast er að sjá fjölmiðlana ata þetta fólk skít og aur, sama gerðist þegar Þjóðarflokkurinn í Danmörku komst til áhrifa í fyrsta sinn. Við skulum rétt vona að svíar séu ekki of seinir að standa upp. Undirlægjuháttur svía við íslam er svo ótrúlegur að sumir múslimaklerkar hafa lýst Svíþjóð sem besta íslamska landi heims. Mona shalin hefur t.d. sett upp hijab þegar hún hittir haturs-predikandi múslimaklerkana í Svíþjóð, svei attan!!

Brynjar (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 22:00

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú hefur nokkuð til þíns máls Brynjar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2010 kl. 22:22

4 identicon

Er hjartanlega sammála þér Brynjar. svo á að fara að byggja mosku í rvk.... það er gáfulegt eða þannig.

ísland fyrir íslendinga!

Kristján (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 13:22

5 identicon

1. Það er nú þegar Moska hér á landi sem er búin að starfa friðsamlega í mörg ár.

2. Islam er ekki þjóðerni, það eru til Íslenskir Múslimar.

3. Það eru fleiri kirkjur í hinum islamska heimi en Moskur í hinum kristna heimi. Viljum við vera verri en þeir þegar kemur að trúfrelsi? Við sem þykjumst alltaf hafa mesta frelsið.

Geiri (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 14:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eins og Geiri bendir Kristján, á þá hafa múslímar þegar sitt bænahús hér á landi. Þetta fólk er hérna og ég fæ með engu móti séð af hverju ætti að meina þeim að byggja Mosku, nema við segjum hreinlega að múslímar séu annars flokks borgarar og við ætlum að koma fram við þá sem slíka. 

Ekki væri það sérlega Kristilegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband