Sjálfsmorð möppudýrana

Sjúkrahúsið á Blönduósi hefur sætt grimmilegum niðurskurði undanfarin ár og heimamenn gátu illa séð að lengra væri hægt að ganga í þá átt. Samt sem áður er enn höggvið í sama knérunn og boðaður, ekki bara samdráttur, heldur beinlínis blóðug slátrun á starfsemi sjúkrahússins.

Íbúar A-Húnavatnssýslu fyllast skelfingu við þessi tíðindi, sjá veröld sína hrynja , því skilaboðin að sunnan verða vart skýrari, þau eru að fólk á þjónustusvæði sjúkrahússins sé ekki þess vert að fá mannsæmandi heilbrigðisþjónustu.

En skilaboðin eru líka skýr að því leiti að engin afsláttur er boðaður af sköttum og gjöldum sem landsbyggðin greiðir til samfélagsins. Framlag landsbyggðarinnar verður áfram, og nú sem aldrei fyrr, vel þegið í samfélagshítina fyrir sunnan.

Það er ljóst í mínum huga að höfuðborgarmöppudýr hafa samið þessa aðför að landsbyggðinni, þeirri sömu og hefur haldið í þeim lífinu. Möppudýrin eru orðin svo veruleikafirrt að þau vita ekki hvaðan lífsbjörgin kemur, þó fullreynt ætti að vera að hún komi ekki úr pappírsviðskiptum í Reykjavík.

Sennilega munu möppudýrin í Reykjavík ekki vita það fyrr en of seint að slátrun landsbyggðarinnar sé þeirra eigin útför.  

Mig varðar ekkert um það hvað pólitíkin heitir, þeir sem þetta ætla að gera skulu hundar heita.

 

mbl.is Einhugur á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Já við í Breiðholtinu mættum hafa í huga þegar við kaupum okkur mjólk og brauð að gjaldeyrir kemur frá þorskveiðum á Blönduósi. Togarar Blöndósinga leggja meira til samfélagsins en það vill gleymast þegar við viljum láta enda ná saman.

Villi (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 21:56

2 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; æfinlega !

Þetta eru nú einmitt; meginhnökrarnir, á samskiptum okkar landsbyggðar fólks - við þá Reykvíkinga. Lengi vel, hefi ég bent á þetta, á minni síðu, við mis miklar undirtektir, svo sem.

Tek; að öðru leyti, fyllilega undir, með þér, fornvinur góður.

Með beztu kveðum; vestur yfir fjallgarð /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 21:56

3 identicon

kveðjum; átti að standa þar. Afsakaðu, fljótfærni mína, Axel minn.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 21:57

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Villi, þú ert yfirmáta vitlaus. Það er höfn á Blönduósi, þaðan hefur verið stunduð útgerð. Þjónustusvæði Sjúkrahússins á Blönduósi er öll A-Húnavatnssýsla þ.á.m. Skagaströnd, hvaðan hefur verið rekin öflug útgerð, sem lagt hefur ýmislegt til, m.a. í þína tilveru. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.10.2010 kl. 22:10

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka fyrir þitt innegg Óskar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.10.2010 kl. 22:12

6 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Kvitt  Kvitt

Guðný Einarsdóttir, 12.10.2010 kl. 22:29

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gaman að heyra frá þér Guðný

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.10.2010 kl. 22:36

8 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

1.000.000.Kr. Hvar getur venjulegt fólk haft þetta kaup á einum degi ?

Jú, litlum handfærabát.(ca.3.tonn) Fáið þið Jóhönnu til að standa við

orð sín, frjálsar handfæra veiðar.

Fátæk þjóð gæti bjargað sér, með handfæraveiðum!!!

Aðalsteinn Agnarsson, 13.10.2010 kl. 00:17

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þær eru farnar að minna illilega á sjálfsfróun þessar handfæraveiðar þínar Aðalsteinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.10.2010 kl. 00:26

10 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Axel, hvernig líst þér á ?

Aðalsteinn Agnarsson, 13.10.2010 kl. 00:30

11 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Axel, Jón Sigurðsson, hamraði svona endalaust á Íslendingum,

þar til kviknaði á perum þeirra!!!

Aðalsteinn Agnarsson, 13.10.2010 kl. 00:48

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Langaði honum á handfæri?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.10.2010 kl. 09:27

13 Smámynd: Hamarinn

Þú veist væntanlega eins og ég, að höfundur þessa óskapnaðar er engin önnur en Álfheiður Ingadóttir, enda fór hún sjálfviljug úr ríkisstjórninni, þegar að framlagning fjárlagafrumvarpsins nálgaðist, og hún hefur haft mjög hægt um sig síðan.

Hamarinn, 13.10.2010 kl. 19:58

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Smávegis til þín Aðalsteinn.

Þú hljómar eins og Cato gamli, sem endaði allar ræður sínar á "Svo legg ég til að Karþago verði lögð í eyði".

Haltu áfram, ekki gefast upp, það verður vonandi einhver annar þarna sem gerir það.   -   Hvað hefur þá náðst,  jú  FRJÁLSAR HANDFÆRAVEIÐAR!

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.10.2010 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband