„Lét hana hafa við sig samræði“!!

Tuttugu og þriggja ára maður,  sem nauðgaði  13  ára stúlku, var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í eins árs skilorðsbundið fangelsi,  samkvæmt frétt á Vísi.is.

Í dómsorði er verknaðurinn orðaður þannig að maðurinn hafi; „látið 13 ára stúlkuna hafa við sig samræði“.

Halló! Halló! Dómarar, á hvaða plani eruð þið?

Þetta er  eitthvert aumlegasta og lágkúrulegasta umsögn á nauðgun barns sem um getur og hún kemur frá Héraðsdómi Reykjavíkur!

Eiga þessir dómarabjánar sem svona mæla ekki börn? Hvað er þessum mönnum eiginlega efst í huga þegar málefni barna koma á þeirra borð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Fyrir utan dómara, og orðaval, hvers lags dómsvald er það sem lætur hvern kynferðisglæpamanninn á eftir öðrum ganga refsingarlaust út eins og ekkert sé, ár eftir ár. Hvenær á þessari þjóðarskömm að linna?

Hvers vegna í ósköpunum er ekki löngu búið að herða og þá er ég að tala um að herða verulega, refsingar við kynferðisglæpum. Það liggur við að maður sé farinn að líta á þessa drullusokkaa eins og einhverja sérstaka vini dómsvaldsins, úr því að ekkert er gert. Sveiattan! 

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.12.2010 kl. 23:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þjóðarskömm, það er þetta Bergljót.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband