Fimm stjörnur, royal!

Sú staðreynd að Englandsdrottning,  heimsins aðal holdgerfingur afturhaldssemi, snobbs, tildurs og forneskju, sé sátt við kvikmyndina um föður hennar bendir eindregið til þess að það sem ætti að vera í myndinni vanti gersamlega, en þess í stað sé í henni mikið af því,  sem ekki ætti að vera þar.

 

Fastlega má gera ráð fyrir að fimm, ef ekki sex, royal stjörnum verði bætt á auglýsingarplögg um myndina, frá þessum yfirkvikmyndagagnrýnanda Buckinghamhallar.

 
mbl.is Drottningin sátt við Ræðu konungs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Myndin fjallar um hvernig Georg faðir Elisabetar kemst yfir að stama. Hún fjallar á fínum nótum um ungan hlédrægan og einstaklega feiminn  mann, sem gat ekki komið upp orði án þess að stama. Hann lendir síðan í því erfiða hlutverki að verða kóngur eftir að bróðir hans hafnar konungdómi.

Þetta er mjög góð mynd og fjallar ekkert sérstaklega um hirðina eða allt prumpið sem fylgir þessu veslings fólki sem hefur dagað upp eins og nátttröll í samtímanum, heldur samskipti hans og talkennarans sem hjálpar honum.

Þess utan er hún afburða vel leikin.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.2.2011 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.