Einn „sjóblautur olíufugl“

Er ekki full mikið gert úr meintri mengun af völdum strands Goðafoss? Er mengunin ekki aðallega í fréttum fjölmiðla,  sem reyna hvað þeir geta að dramatísera  strandið sem mest?

Talið er að gat hafi komið á tvo tanka í botni skipsins, en í svona stóru skipi skipta olíutankarnir tugum. Ólíklegt er að meira en 15 til 20 tonn af olíu sé í hverjum tanki. Gatið á tönkunum hlýtur, eðli máls samkvæmt, að vera á þeim neðanverðum þannig að þegar sjór kemst í tankana flýtur olían ofan á sjónum í tönkunum, auk þess sem svartolía rennur lítt eða ekki án upphitunar. Líklegt er því að mestur hluti olíunnar í tönkunum sé þar enn og aðeins lítill hluti hennar hafi farið í sjóinn.

Til marks um alla olíuna í sjónum hefur  aðeins einn  olíublautur sjófugl fundist. Af fréttum um mengunina og umfang hennar að dæma er slík eftirtekja undarlega rýr því ekki þarf að efast um að einlægan vilja og ásetning fréttamanna að finna sem mest af olíublautum fuglum, svo þeir geti fært allan hryllinginn heim í stofu til fólks.


mbl.is Olía á land í vestanverðum firðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband