Landeyja-lotterí

Siglingastofnun ætlar að birta spár um næsta líklega opnunardag Landeyjahafnar á sínum vef og líka á vef Herjólfs. Þetta er gert af ósk Eyjamanna, sem finnst þeim ekki berast fréttir af lokun hafnarinnar nægjanlega ört.

Höfnin er lokuð í dag, hún var það líka í gær ,  í fyrradag, í síðustu viku. Svei mér ef ekki þarf að leita til elstu manna til að vita hvenær Herjólfur náði að skjóta sér síðast inn í höfnina á milli lokana!

Ekki þarf ekki að segja mér nema einu sinni að höfnin sé lokuð og verði það um óákveðin tíma, þarf ekki að heyra það aftur á morgun eða oft á dag. Þetta er auðvitað viðkvæmt mál fyrir Eyjamenn  og beiðni um tíðari fréttir hljómar nánast eins og ósk um einelti.

Væri ekki kjörið fyrir Siglingastofnun að stofna veðbanka, Landeyja-lotterí, þar sem hægt væri að veðja á næsta opnunardag og hve margar ferðir Herjólfur nái að fara áður en sandurinn, sem mokað var út í dag hefur skilað sér aftur inn í höfnina. Fyrir hagnaðinn af lottiríinu mætti moka í nokkrar fötur af sandi, jafnvel daglega.


mbl.is Litlar líkur á að Landeyjahöfn opnist fyrir 1. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Vandræða staða, en það á hiklaust að rifja upp opinberlega hvaða stjórnmálamenn stóðu að þessari vitleysu og síðan láta þetta sama fólk opinberlega gera grein fyrir hvers vegna þetta var gert, hvað þetta kostaði, hvort ekkert tillit hafi verið tekið til rannsókna á Suðurlandshöfn, og að lokum hvað hefði mátt gera við alla þá peninga sem þetta kostaði og mund kosta okku í nánustu framtíð.

Jón Snæbjörnsson, 18.3.2011 kl. 13:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

1.apríl er náttl. gabb, ég veðja á 5.apríl annars segi ég eins og Árni, það er vonlaust að troða bjúga í pulsubrauð.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2011 kl. 13:12

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er dýrt klúður Jón en það væri stærri frétt ef íslenskir stjórnmálamenn öxluðu ábyrgð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.3.2011 kl. 13:27

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Því miður Ásdís, er þessi höfn ekki 1. apríl gabb. Þetta með bjúgað, hefur það verið reynt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.3.2011 kl. 13:31

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

já, þau eru of sver :)

Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2011 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband