Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér!

íslenski fáninnÍslendingar ganga að kjörborðinu í dag, valið er einfalt , tveir kostir í boði, JÁ eða NEI við Icesace samningnum.

Sjaldan eða aldrei hafa kosningar verið jafn spennandi, úrslit jafn tvísýn.

Það er mikilvægt lýð- ræðisins vegna,  í þessum kosningum sem öðrum, að kosningaþátttaka sé sem best, ekkert er hættulegra lýðræðinu en léleg kjörsókn og áhugaleysi kjósenda.

Fólk á að láta sannfæringu sína og hjarta ráða sínu vali, ekki hræðslu- og ýkjuáróður beggja fylkinga.

Vonandi ber þjóðin gæfu til að sætta sig við úrslitin, hver sem þau verða, og stríðandi fylkingar hafi þann manndóm til að bera að sameinist um að vinna sem best úr niðurstöðunni, þjóðinni til heilla.

Nýtum þau vatnaskil, sem úrslit kosninganna óneitanlega verða hvernig sem fer, til að snúa bökum saman og sækja sameinuð fram til framtíðar.

Áframhaldandi deilur og sundrung bitna á engum öðrum en okkur sjálfum. Það er nóg komið af slíku!

Íslandi allt!


mbl.is Mjög mikill kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa færslu og ég er sammála henni.  Eftir að úrslit liggja fyrir verðum við að slíðra sverð og standa saman að enduruppbyggingu.  Ég er búin að segja NEI:

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2011 kl. 12:14

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Landsbankinn var rændur innan frá af fjárglæframönnum, þeir spranga um götur íslands frjálsir sem fuglinn og kjósa væntanlega já við Icesave nú á kjördag.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.4.2011 kl. 13:05

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammál Axel en gleymum heldur ekki uppgjörinu við hrunvalda. Án þess mun ekkert gerast í framtíðinni nema annað hrun.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.4.2011 kl. 13:31

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hundaæði er þekktur sjúkdómur. Þar til fyrir fáeinum árum var einkavæðingaræði óþekkt á Íslandi. Það er breytt. Nú þarf þjóðin að ganga að kjörborði í boði þeirra rakka sem haldnir voru einkavæðingaræðinu. Til þess að segja umheiminum hvort hún vilji heldur láta skjóta sig eða hengja. Tveir frábærir kostir í boði!

Björn Birgisson, 9.4.2011 kl. 14:18

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég var að koma af kjörstað Ásthildur, búinn að skila mínu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2011 kl. 14:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ester, Sigurjón Árnason Icesave hönnuður sagðist, nokkuð kokhraustur, ætla að segja nei. Ég trúi því rétt mátulega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2011 kl. 14:59

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Arinbjörn, ætli héraðsdómurinn yfir Baldri Guðlaugssyni og svo sýkna síðar fyrir  Hæstarétti verði ekki eina hruntengda málið sem endar fyrir dómi, ég óttast það. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2011 kl. 15:04

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn, þjóðin verður þá sameinuð að loknum þessum kosningum, helmingurinn hengdur og restin skotin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2011 kl. 15:07

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sest niður og bíð eftir kosningasjónvarpinu, sigurviss, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er.

Enginn verður hengdur eða skotinn í kjölfarið, það er ekki í anda okkar Íslendinga að stunda bræðravíg. Við tökum því sem koma vill, en að tapa sjálfsvirðingunni með því að taka ekki þátt í lýðræðislegum kosningum um málið finnst mér óhugsandi valkostur.

Mitt harða nei er löglega skráð í kosningasögu þjóðarinnar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.4.2011 kl. 22:29

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef tekið þátt í öllum kosningum síðan ég fékk kosningarétt Bergljót, tel það lýðræðislega skyldu mína. Ég bíð líka spenntur eftir kosninga-sjónvarpinu og fyrstu tölum. Ég er ekki sérlega bjartsýnn, en vona hið besta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband