Haldið kjafti!

Félagsmenn Flóabandalagsins hafa látið 16.5% félaga sinna samþykkja fyrir sig nýgerðan kjarasamning.

Þátttakan í kosningunni var aðeins 19.4%, 80.6% hundsuðu atkvæða- greiðsluna, sem er afar dapurt því nánast ekkert þurfti fyrir kosningunni að hafa.

Þessi 80.6% félagsmanna Flóabandalagsins hafa með hjásetu sinni í atkvæðagreiðslunni afsalað sér öllum rétti til nöldurs og óánægju yfir nýsamþykktum samning út gildistíma hans.

Þið þessi 80 prósent sem sátuð hjá auk þeirra 16.5% sem samþykktu, gjörið svo vel gott fólk, þið uppskáruð eins og þið sáðuð og haldið því kjafti yfir rýrum hlut ykkar fram að næstu samningum! 


mbl.is Flóinn segir já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband