Hugrekki lýðsskrumaranna

Var það ekki Geir H. Haarde, með Sjálfstæðisflokkinn að baki sér, sem ákvað að gangast undir ábyrgðir og ægivald Breta með því að láta frestinn til aðgerða eftir setningu Bresku hryðjuverkalagana líða án lögsóknar eða annarra aðgerða?

Eru það svo ekki sömu Sjálfstæðisþingmennirnir og þá guggnuðu í mótvindinum, sem  núna rísa upp á afturlappirnar, þegar þeir hafa vindinn í bakið, og berja sér á brjóst?

Sömu þingmennirnir og hneykslast yfir því að Geir sé fyrir Landsdómi fyrir þessi afglöp og önnur?

  


mbl.is Vill kanna bótarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt Axel Jóhann. Vafningur Bjarna Ben's og Wernerssona kostaði 7 milljarða af almannafé. Guðlaugur Þór toppaði alla sem mútukóngur. Það gekk jafnvel fram af vini hans Birni Bjarnasyni. Nú koma þessir Valhallar kjánar og vilja bæta nýjum kafla við Icesave málið. Er ekki nóg komið? Eða fáum við næst fréttir af forsetaræflinum í viðtali við erlendar sjónvarpsstöðvar?

 

“Jesu Christ, have mercy on me”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 15:47

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jú Axel, það ku vera rétt.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.9.2011 kl. 15:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haukur ,takk fyrir innlitið og þitt innlegg. Eftirfarandi ummæli Tryggva Þórs Herbertssonar, sem hann lét falla í ræðu á Alþingi á dögunum, lýsa vel hvernig Sjálfstæðismenn ætla sér að endurskrifa söguna og snúa staðreyndum á haus.

"Nú við deilum ekki sömu túlkun á um hvað Rannsóknarskýrsla Alþingis fjallar. Ég held að það sé hin stóra lygi vinstri manna að bankahrunið sem varð hér á Íslandi hafi verið hrun einhverrar hugmyndafræði, hafi verið hrun einhvers siðferðis eða annað slíkt. Ég held að það sé hin stóra lygi vinstri manna sem að hinn almenni Íslendingur er smátt og smátt að átta sig á að það hefur hefur verið logið að henni."

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.9.2011 kl. 16:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kveðja norður, Arinbjörn

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.9.2011 kl. 16:17

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég get skilið forsætisráðherra á þessum voveiflegu tímum.Hryðjuverkalög þekktum við aðeins af afspurnn, hverju getur maður í hans stöðu búist við. Átti hann ekki samráðherra úr Samfó,sem allt þykjast vita. Nei þar var engan stuðning að fá,enda aðeins byrjuð að gerjast svikráð í hugun þeirra.Ingibjörg Sólrún má þó eiga það að hún tók á sig samábyrgðina seinna.  Hélduð þið að Sjálfstæðisflokkurinn væri "búinn",vegna dauflegrar aðkomu fyrst eftir hrun.  Nei,þeir voru slegnir,en samfylkingin ekki,þetta lék fyrir hana og passaði eins og flís við rass. Þekkjum þetta og sjáum allt núna.

Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2011 kl. 17:37

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...og það ber mikilfengleik Sjálfstæðisflokksins merki Helga, að koma núna og kannast ekki við neitt og kenna þeim um sem moka flórinn eftir þá.

Samfylkingin var vissulega í þessari stjórn með Sjöllum, enginn neitar því. En sú stjórn hannaði ekki hrunið, en hún brást í aðdraganda þess.

En ólíkt hafast þeir að núna þessir flokkar, annar mokar flórinn eftir sín mistök og 20 ár íhaldsins, en hinn liggur kinnroðalaust í skítkasti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.9.2011 kl. 18:13

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Segjum að meint tjón sé eitthvað þessir 2-5 milljarðar sem tlað erum hugsanlega og kannski, for the sake of argument segjum að svo sé - að hverig á þá að ,,innheimta bætur" fyrir það?

Bretar voru í fullum rétti með að frysta eignir hinns fallna banka. það er margbúið að fara yfir það og það er staðreynd. þetta var skoðað allt á sínum tíma og ma. fengin virt ensk lögfræðistofa til að skoða möguleikana. það álit kostði hundruði milljóna ef ekki milljarð. þeir sögðu í stuttu máli. Forgett it ísland. Forgett itt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.9.2011 kl. 18:26

8 Smámynd: hilmar  jónsson

"Var það ekki Geir H. Haarde, með Sjálfstæðisflokkinn að baki sér, sem ákvað að gangast undir ábyrgðir og ægivald Breta með því að láta frestinn til aðgerða eftir setningu Bresku hryðjuverkalagana líða án lögsóknar eða annarr"

Einhvern vegin rámar mig í þetta líka Axel..

hilmar jónsson, 18.9.2011 kl. 20:32

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Allar þessar upphrópanir í Bjarna Ben og Guðlaugi þór tengjast Formansslagnum sem örugglega verðu á Landsfundinum í Nóvember. Bjarni Ben hefur verið mjög svo óðmála að undanförnu,og það vesta við það að það hefur ekkert vit verið í því sem hann er að gaspra með....Bjarni Ben hefur gleimt fortíðnni hjá sjálfum sér og Flokksbræðrum sem sitja með honum á þingi í dag. Dagur skal að kveldi lofa,því gleimir Bjarni, hann telur sig öruggan sem Formann áfram...

Vilhjálmur Stefánsson, 18.9.2011 kl. 21:31

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Er hægt annað fyrir Bjarna annað en að vera öruggur, svona í ljósi þess mannauðs innan flokksins sem er í boði til mótframboðs ?

hilmar jónsson, 18.9.2011 kl. 21:35

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við skulum aldrei gleyma þætti Sjálfstæðismanna í þessu, en við megum heldur ekki gleyma ábyrgð samstarfsflokksins, einhvernvginn rámar mig í að þeir hafi ekki verið einir við völd, og ráðherrar sem nú sitja fleiri en einn sitja einmitt í æðstu ráðherrastöðum landsins í dag. 

Annars ættum við að fara að líta til framtíðar og skoða hvernig hægt er að lágmarka skaðan og koma okkur út úr þessari krýsu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2011 kl. 08:51

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mikið rétt Ásthildur ríkisstjórn Geirs brást illilega í aðdraganda hrunsins, en hún hannaði það ekki, það var gert mun fyrr.

Það er undarlegt að ekki skuli vera meiri samstaða um aðgerðir á Alþingi, það er karpað út í eitt um minnstu smáatriði sem engu eða litlu skipta fyrir heildarmyndina.

Svo virðast menn vera byrjaðir að endur skrifa söguna samanber innlegg nr 3 um orð Tryggva Þórs. Mikið afskaplega hefur hann fráhrindandi karma í ræðustól Alþingis, hann liggur fram á ræðupúltið, eins og hann sé að bugast af  þreytu, og orðin leka út úr honum eins og verið sé að spila 45 snúninga plötu á 33 snúningum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2011 kl. 09:26

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vilhjálmur eruð þið búnir að ákveða að skipta um formann? Hvort verður þeirra verður formaður, Hanna Birna eða Hádegismóri?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2011 kl. 09:28

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Var það ekki Geir H. Haarde, með Sjálfstæðisflokkinn að baki sér, sem ákvað að gangast undir ábyrgðir og ægivald Breta með því að láta frestinn til aðgerða eftir setningu Bresku hryðjuverkalagana líða án lögsóknar eða annarra aðgerða?

Var það ekki gert eftir að færir lögfræðingar höfðu gefið út álit að það væri vægast sagt mikil óvissuferð að fara í einhverjar slíkar lögfræðiæfingar?

Skeggi Skaftason, 19.9.2011 kl. 09:34

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það kann að vera Skeggi, að lögfræðingar hafi ráðlagt það, en ákvörðunin var ekki þeirra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2011 kl. 09:45

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta var svona ístuttu máli, að leita var álits lögstofunnar Lowells í London sem talin er afar virt og ekki víla allt fyrir sér. Jafnframt er hún dýr. Nú svo kom yfirlýsing frá ríkisstjórn í jan 2009:

,,Samdóma lögfræðiálit innalands og utan.

...

Lögmennirnir töldu að litlar sem engar líkur væru á því að íslensk stjórnvöld gætu hnekkt kyrrsetningunni fyrir breskum dómstólum. Rökstuddu þeir niðurstöðuna ítarlega með tilliti til breskra lagasjónarmiða og dómafordæma og töldu að lagaákvæðin veittu breskum stjórnvöldum afar rúmar heimildir til þess að beita kyrrsetningarákvæðum. Þá voru þeir þeirrar skoðunar að engar líkur væru á því að íslenska ríkið myndi fá dæmdar skaðabætur fyrir breskum dómstólum vegna kyrrsetningarinnar. Ríkislögmaður og þjóðréttarsérfræðingur utanríkisráðuneytisins voru sammála þessu áliti."

http://www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/verkefnum-lokid/frettir-island-is/nr/5425

Nú nú. Svo líður og bíður. Þákemur eitthvað Indefense upp með það að þeir sjallar hafi - miskilið áitið! Halló. Miskilið. þssu póstuðu þeir útum víðan völl snillingarnir:

,,Af öðru sem hefur verið haldið leyndu má nefna álit Lovells um möguleikana á árangursríkum málarekstri gegn breskri ríkisstjórn vegna beytingu hryðjuverkalaganna. Þetta álit hefur aldrei verið birt heldur aðeins stuttur úrdráttur úr því. Ríkisstjórnin, sem gerði úrdráttinn, túlkaði þetta lögfræðiálit með þeim hætti að í því segði að vonlaust væri að höfða mál á hendur breskum stjórnvöldum vegna beitingu hryðjuverkalaganna. Við í InDefence höfum heimildir fyrir því, frá starfsmönnum Lovels í London, að þetta álit hafi verið rangt túlkað af íslenskum stjórnvöldum lögfræðingum Lovels til mikillar furðu. Það veldur okkur í InDefence einnig mikilli furðu að ekki skuli hafa verið farið í það mál. Ef við hefðum unnið málið væri Icesave einfaldlega úr sögunni." (kveðja. Ólafur Elíasson9

Segið svo að það sé ekki gaman að þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2011 kl. 10:31

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg Ómar Bjarki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.