Útvarp Saga hvetur til stjórnarskrárbrots

Á Útvarpi Sögu er daglega skoðanakönnun og ekki þarf að fara í grafgötur með að í spurningunum stöðvarinnar felast, undantekningarlítið,  pólitískur boðskapur og þannig framsettur að ekki fer á milli mála að fiskað er eftir ákveðinni fyrirframgefinni niðurstöðu.

Á útvarpsstöðinni starfar stjórnlagaþingmaðurinn Pétur Gunnlaugsson og hefur stjórnarskráin og frumvarp til nýrrar stjórnarskrár fengið fyrir vikið meiri og jákvæðari umfjöllun en almennt gerist um á þessari stöð um málefni og menn. 

Nú bregður svo við að útvarpsstöðin hvetur til stjórnarskrárbrots með spurningu dagsins í dag: „Á forsetinn að sniðganga þingsetningu Alþingis 1. október“?  

Samkvæmt 22.gr. stjórnarskrár verður Alþingi ekki sett nema með aðkomu forsetans. Ekki fer á milli mála að í spurningu útvarpsins liggur ákveðin hvatning og von að forsetinn brjóti starfsskyldur sínar og stjórnarskrá og mæti ekki til setningar Alþingis.

Að auki hvetur útvarpsstöðin til þess að fólk fjölmenni á Austurvöll á laugardaginn og láti hendur skipta við setningu þingsins, þó ekki sé það sagt með beinum hætti. 

Fari fólk að ráðum útvarps Sögu með ófyrirséðum afleiðingum er næsta víst að stöðin mun afneita ábyrgð sinni tvisvar áður en haninn galar þrisvar.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það hlær allt fólk að þeim skötuhjúum Arnþrúði og Pétri nema ca 3-4 fasta innhringjendur sem eru á svipuðu andlegu vitsmunaplani.

hilmar jónsson, 28.9.2011 kl. 10:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

skil þig, ég held nú samt að seint mundi forsetinn sniðganga setningu alþingis, hann væri þá kominn ansi lágt í mannasiðum

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2011 kl. 10:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef við förum ekki að lögum, þó við séum ósátt, þá er fokið í flest skjól og sjálfsvirðingin farin.  

Hvernig ætlar fólk að réttlæta það fyrir börnum sínum og barnabörnum að kasta megi eggjum og grjóti í þennan en ekki hinn, að lögin gildi ekki, henti það þörfum dagsins?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 11:07

4 identicon

"Að auki hvetur útvarpsstöðin til þess að fólk fjölmenni á Austurvöll á laugardaginn og láti hendur skipta við setningu þingsins, þó ekki sé það sagt með beinum hætti."

Nöfn takk. Hver hvetur til ofbeldis. Hvernig. Þetta eru alvarlegar ásakanir.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 11:12

5 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; sem og aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

Þarna; skal ég vera, á öndverðum meiði, við þig, algjörlega.

Pétur hlýtur; ásamt mér og þér - sem flestum annarra, að hafa þá réttlætis kennd til að bera, að koma sinni uppástungu á framfæri, sem þú segir hér, frá; skilmerkilega.

Stjórnmála DRASLIÐ; eins og ég leyfi mér að kalla uppsóp, hinna 4ra flokka ALLRA, verðskuldar ekkert annað, em hreina og klára auðmýk ingu - í ljósi framkomu Alþingis seta- og stjórnarráðs, við gamalmenni (sumir; af elstu kynslóðinni, búnir að greiða skatta sína 5 - 6 falt) - öryrkja - og barnauppalendur, hinnar yngstu kynslóðar.

Ég hygg; að þú vitir gjörla, Axel minn, hversu komið er málum, fyrir þorra samlanda okkar.

Þessi mannskapur; sem þú, auk ört fækkandi annarra, viljið heiðra, þann 1. Október n.k., verðskudar ekkert annað, en dýpstu fyrirlitningu, eftir allt það, sem á undan er gengið.

Gildir þá einu; hvert FLOKKS litverpið er, fornvinur góður.

Mannasetningar; (Stjórnarskrá og almenn lög) má brjóta - toga og teygja, þegar verja skal siðferðiskennd þess fólks, sem valda stéttin brýtur á - hvern einasta dag, Axel Jóhann.

Það er ekki; að ástæðulausu, að ólgan fari vaxandi, hér heima fyrir - það er víðar fólk, með heitt blóð í æðum, en í hinum ágætu Berba- og Arabalöndum, sem víðar, Skagstrendingur góður.

Takist; að koma úrhrökunum frá - þurfum við að skjóta á Þjóðþingi, hvar okkar bezta fólk, frá sjávarsíðu til sveita, verði fengið til, að koma að landsstjórninni - annarrs; blasir áframhaldandi pólitískur landflótti við, að óbreyttu. 

Með hinum beztu kveðjum, sem áður - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 11:21

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Útvarpsstöð sem hvetur til ofbeldis mótmæla. " Varna þingmönnum inngöngu "

Þarf eitthvað að ræða frekar á hverju slík stöð nærist ?

hilmar jónsson, 28.9.2011 kl. 11:28

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, rétt í þessu hvatti einn innhringjandi á Sögu til ofbeldis á laugardaginn. Pétur tók létt í þær hugmyndir, mótmælti hugmyndum mannsins ekki og kallaði þær því fallega nafni "uppreisnarrétt" almennings.

Ég er eitt af fórnarlömbum hrunsins og veit því vel hvernig komið er fyrir fjölda fólks. En sjálfsvirðinguna á ég eftir, á ég að fórna henni til að fá útrás fyrir reiðina?

Ef ég verðskulda fyrirlitningu fyrir það að vera ekki talsmaður þess að ofbeldi sé réttmætt táningaform, þá get ég lifað við það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 11:36

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Elín, ekki taka mín orð fyrir þessu, hlustaðu á útvarp Sögu, "þjóðarútvarpið" þar færðu nöfnin og málflutninginn beint í æð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 11:39

9 identicon

Þegar ég hlustaði í gær þá voru menn að velta fyrir sér hoppukastala eða ekki hoppukastala fyrir börnin. Hræðsla er aumkunarverð, ekki fyrirlitleg. Er markmiðið að loka Útvarpi Sögu?

http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/1193469/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 11:42

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Ertu treg Elín ?

hilmar jónsson, 28.9.2011 kl. 11:44

11 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Axel Jóhann !

Að sjálfsögðu; skil ég það sjónarmið þitt, að vilja forðast öll átök - en; .... við óbreytt ástand, geta Íslendingar ekki búið, ágæti drengur.

Líkt; og þú - og aðrir samlandar, horfi ég á eftir vinum og ættingjum, flytja af landi brott, í ríkara mæli vegna ástandsins, og það tel með öllu óviðunandi.

Eitthvað verður að gera; svo mikið er víst.

Veltum fyrir okkur : Frönsku byltingunni 1789 -

                                 Þeirri Bandarísku 1776 -

                                 Þeirri Rússnesku 1917 - 1922, fornvinur góður - sem og ástæðum þeirra, svo; fá einar séu nefndar, Axel minn.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri, gott fólk /

Óskar Helgi Helgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 11:51

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki hvet ég til þess að stöðinni verði lokað Elín, það er málfrelsi, skoðanafrelsi í landinu. Stöðinni er frjálst að vera eins pólitísk og hún kýs, en ofbeldishvatning er á gráu svæði ef ekki ólögleg.

Auk þess hef ég heyrt þá skoðun að stöðin geri ríkisstjórninni meira gagn en ógagn með málflutningi sínum, því þrátt fyrir allt eru takmörk fyrir því hvað andlega heilbrigt fólk lætur bjóða sér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 11:52

13 identicon

alltíeinu fór segulbandið að hiksta

þá varð mér hugsað

til bilanatíðni manneskjunnar

(hún mun vera með því hæsta sem þekkist)

sá yðar sem óbilaður er

kasti

upp

(Þorgeir Kjartansson).

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 12:03

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Franska byltingin, át hún ekki börnin sín, Óskar?

Lauk ekki Rússnesku byltingunni endanlega 1991 eftir 74 ára þrautargöngu, þrælkun og martröð Rússa og leppríkja að reyna að láta byltingar drauminn með alsælu öreigana rætast? Leið ekki öreigunum þrátt fyrir allt betur undir kúgun kapítalistana en í alræði þeirra sjálfra?

Bandarísku byltingunni er ekki lokið enn,  sú mammonsbylting er núna drifin áfram með blóði fólks í örðum heimsálfum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 12:06

15 identicon

Sæl; á ný !

Axel Jóhann !

Jú; sögunni er hvergi lokið. Geri ráð fyrir; að þú ígrundir vel, mína orðræðu - í ró og næði, og skiljir þar með mun betur, við hvað ég á, í mínum sjónarmiðum, til þessarra mála, fornvinur góður.

Með sömu kveðjum - sem seinast /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 12:10

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Elín.....,ó nútíma útgáfa af frelsaranum í "sunnudagsbíói" hans tíma, grýtingu kvenna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 12:10

17 identicon

- Viðbætir; nokkur :

Franska byltingin; át jú börnin sín - en kom nýjum, á legg.

Rétt; að hafa í huga. Byltingum; fylgir ekkert, neikvæðnin ein og sér, gott fólk.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 12:24

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá er það ljóst, rúm 55% þátttakenda í könnun Sögu vilja að forsetinn brjóti stjórnarskránna en tæp 45% vilja það ekki.

Þá er komin ný könnun, hvar kallað er eftir þeirri niðurstöðu að fréttastofa RUV flytji ekki hlutlausar fréttir, rétt eins það hugtak sé þekkt á útvarpi Sögu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 13:55

19 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Axel ef þú vilt breytingar, þá verður þú að rugga bátnum.

Aðalsteinn Agnarsson, 28.9.2011 kl. 14:01

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér sýnist af hamaganginum og orðræðunni að til standi að hvolfa bátnum en ekki rugga honum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 14:15

21 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Ég hygg; að hinn ágæti félagi okkar, Sæfarinn Aðalsteinn Agnarsson, eigi kollgátuna, með þessum fáu, en hnitmiðuðu orðum sínum (nr. 19) Axel Jóhann, og þið önnur, gott fólk.

Með beztu kveðjum - sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 14:17

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Endurtek nr. 20

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 14:20

23 identicon

Endurtek; nr. 21.

Kyrrstaða; er óásættanleg með öllu, gott fólk !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 14:37

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er svo matsatriði hver það er sem ruggar bátnum. Nikulás II ruggaði t.a.m. batnum þegar hann hundsaði úrbótakröfur þegna sinna. Það kostaði byltinguna og hann höfuðið.

Ef keisarinn hefði ekki ruggað bátnum og í staðin slakað á og unnið sig til úrbóta hægt og rólega hefði lýðræði án vafa komist á í Rússlandi fyrir áratugum síðan en það hefur ekki gerst enn, af því að hann ruggaði bátnum og kommarnir framlengdu svo einræðið og kúgunina í kjölfarið.

Þetta Pútín tímabil er svo framlenging á einræðis gríninu, sem enn frestar því að lýðræði komist á í Rússlandi, af því að keisarinn kaus á sínum tíma að rugga bátnum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 15:06

25 identicon

Ég hef hlustað töluvert á útvarp Sögu upp á síðkastið. Þar er haldið uppi massívum áróðri af þáttastjórnanda um að fólk taki þátt í mótmælum 1. okt.

Það sem ég ætlaði að gera að umræðuefni er þessi mikla hvatning, sem þar kemur fram um að beita ofbeldi. Þáttastjórnandi er klókur og lævís áróðursmaður og passar sig á því að verða ekki sjálfur hankaður á slíkum ummælum, en lætur innhringjendur um slíkt, sem koma hver í kapp við annan með uppástungur um fyrirkomulag ofbeldisins. " Látum helvítis hyskið fynna fyrir því" er dæmigerður undirtónn í þessum innhringingum, með greinilegri velþóknun gúrúins. Í flestum þessum innhringingum svífur ofbeldihvatning yfir vötnum.

Við skulum vona að mótmælin verði friðsamleg, en hver er ábyrgð áróðursmeistarans, sem rær undir af alefli, ef út af ber?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 18:01

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef sagt það áður og get sagt það enn, að ÚS getur jafnvel verið skaðleg fólki. þ.e.a.s. fólk sem hlustar til lengdar á þennan söng þarna - getur endað illa.

Annað, með Frönsku byltinguna, að nú vill svo til að eg eáhugamaður um frönsku byltinguna og ekki síður undanfara hennar - að hefur ekki frést uppí sveitir hérna af svonefndu Lýðræði? Að það er lýðræðisfyrirkomulag hérna og allastaðar á Vesturhveli reyndar - og hefur bara verið langa lengi?

Hvaða tal er þetta. Er ekki í lagi.

Aaa já já, hin mikli ,,byltingarandi" nútímans felst í að henda eggjum og einhverju skúbbi og hugsanlega einhverju þaðan af vera í menn sem labba yfir götu.

Halló! Ef menn ætla að gera byltingu - þá verða menn að hafa einhverja strategíu. einhverja undirstöðu og plan. Menn verða að vita hvað þeir ætla að gera og afhverju.

Í þess tilfelli td., þá skilst mér að eigi að afnema lýðræðið - og hvernig hafa menn hugsað sér að afnema það þarna uppí flatneskju sunnlenskra sveita?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2011 kl. 18:45

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svavar og Ómar, takk fyrir ykkar ágætu innlegg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 19:23

28 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Ómar Bjarki !

Blessaður; spara þú þér, marg kunnan oflátungs háttinn, sem betur vizkuna, úr Austfirzku lágþokunni, drengur.

Það er ekkert einhlítt; þegar komið er að aðgerða áætlunum - og hyggilegast, hverju sinni, að gefa öngvar fyrirætlanir sérstakar upp, fyrirfram, þú hlýtur að átta þig á því - þrátt fyrir; ýmsa fljótfærni þína.

Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband