Frétt eða áróður?

Þessi undarlega klausa um Paul Watson er meira í ætt við áróðurstilkynningu Sea Sheaperd en hlutlausa frétt.

Það er alger óþarfi af íslenskum fjölmiðli að gera eina manninn sem staðið hefur fyrir hryðjuverki á Íslandi að einhverjum dýrlingi og píslarvotti.

Í grjótið með Watson  og hendið lyklinum.
mbl.is Paul Watson tekinn höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha? Fyrir mér hljómaði hún bara eins og Paul Watson væri brjálæðingur sem reynir að drepa fólk. Hvernig virkar það eins og áróður frá Sea Shepherd?

Danni (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 12:01

2 Smámynd: Haukur Viðar

Af hverju er ekki hægt að kalla hlutina réttum nöfnum? Það hafa aldrei verið framin hryðjuverk á Íslandi. Að segja það er móðgun við fórnarlömb hryðjuverka um allan heim. Paul Watson stóð hins vegar fyrir gífurlegum eignaspjöllum.

Haukur Viðar, 14.5.2012 kl. 12:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ Bæ, bara á yfirreið

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2012 kl. 16:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Danni það þarf mikinn vilja til að líta framhjá þeirri velvild sem liggur í fréttinni í garð Sea. S. Og að samaskapi neikvæðni í garð lögreglunnar þegar hún fór að skipta sér af eðlilegum og "löglegum" aðgerðum S.S. þegar þeir skipuðu veiðiþjófum í land.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2012 kl. 17:07

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haukur Viðar, það er afskaplega teygjanlegt hvað eru hryðjuverk og hvað ekki. Það sem sumir kalla lögregluaðgerð eru hryðjuverk í augum annarra. Ég fæ t.d. ekki séð að nauðsynlegt sé að manntjón verði til að árás og skemmdarverk falli í þann flokk.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2012 kl. 17:10

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hæ Ásdís, takk fyrir innlitið, bæ!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2012 kl. 17:10

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála um að loka hann inni og henda lyklinum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2012 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.