Útvarp Saga hvetur til þess að forsetinn fremji valdarán

Útvarp Sori steig í dag inn í nýjar víddir í þeirri sorpvinnslu sem stunduð er á stöðinni.

Ólafur Ragnar var víst gestur á útvarpi Sora í morgun og svohljóðandi er frá þeirri heimsókn greint  í fréttayfirliti útvarps Sora:

Ólafur Ragnar Grímsson íhugaði utanþingsstjórn á þeim tíma sem búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. Þetta kom fram í morgunútvarpinu rétt í þessu en Ólafur segist hafa íhugað það vandlega og verið kominn nokkuð langt með undirbúning þess þegar ríkisstjórnin féll en meðal þess sem Ólafur greindi frá var hann farinn að velta fyrir sér nöfnum þeirra sem hann hafði í huga. Að sögn Ólafs íhugaði hann utanþingsstjórn vegna þess að hann taldi óvíst að ríkisstjórnin réði við það ástand sem þá var í landinu og hætta væri á að landið yrði stjórnlaust.

Þarna er því haldið fram að forsetinn hafi verið kominn á fremsta hlunn að fremja valdarán. Því forseti getur ekki vikið sitjandi ríkisstjórn frá völdum og skipað nýja, samkvæmt stjórnskipun landsins. Það væri valdarán og ekkert annað.

Á Útvarpi Sora heillast saursekkirnir hinsvegar af hugmyndinni og vilja kanna undirtektir við hugmyndina, því spurt er í skoðanakönnun dagsins: 

"Vilt þú að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands undirbúi myndun utanþingsstjórnar"?

Ég fæ ekki betur séð en útvarp Sori sé með þessu að kalla eftir stuðningi við valdarán forsetans. Er ekki orðið tímabært að litið sé undir húddið á þeim sem ábyrgð bera á þessari stöð?

Ólafur Ragnar þarf auðvitað að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi þetta mál og upplýsa hvort hann deili sæng með útvarpi Sora. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er til nokkuð sem kallast "skítkast" á menn og málefni.

Kannast bloggeigandi nokkuð við það?

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 16:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já ég kannast við skítkast "Jóhanna" hefur þú orðið fyrir því eða stundar þú það, eða ertu að hvetja til þess?

Vonandi ertu ekki að láta að því liggja að í þessari færslu sé eitthvað slíkt, því staðreyndirnar tala sínu máli. Ef þú ert ósammála, þá þarftu að rökstyðja þitt mál betur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2012 kl. 17:27

3 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; æfinlega - og aðrir gestir, þínir !

Þó; hvergi sé að finna, þá meintu hvatningu Útvarps Sögu, sem þú vísar til, væri hún samt, fyllilega réttmæt - í ljósi þess veruleika, sem landsmenn búa nú við, Axel minn.

Af hverju; lá svo mikið á - að afskrifa 2.600.000.000.- Milljónir króna, til eins höfuðglæpamanns, íslenzkrar samtímasögu, sem Halldórs nokkurrs Ásgrímssonar - og meiri; sem minni upphæðir, til annarra áþekkra honum, á sama tíma, og þessir VINIR þínir; Jóhanna og Steingrímur finna öllu til foráttu, að koma Alþýðuheimilum landsins, til bjargar ?

Það væri þarft framtak; og brýnt - að Ó. R. Grímsson, tæki að sér, að svipta burtu skinhelgi og aumingjaskap alþingis, fornvinur góður.

Gerði ekki mikið til; þó að þetta Helvítis pack, færi að finna til Te vatnsins, Skagstrendingur knái.

Ekki; gréti ég það - fremur en margur annarra, Axel minn !

Með; hinum beztu kveðjum - sem jafnan, og fyrri, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 17:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, ég hef verið og er enn, stuðningsmaður ólafs Ragnars, en augu mín eru ekki þar með einsýn. Ég sé það sem fyrir augu ber og heyri það sem fyrir eyru kemur. 

Hvað er það í þessum boðskap Útvarps Sora sem er ekki kýr skýrt samkvæmt orðanna hljóðan? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2012 kl. 17:53

5 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Axel Jóhann !

Því miður; hefir alveg farið fram hjá mér, sú hvatning Útvarps Sögu, sem þú vísar til - hvrflar þó ekki að mér, að rengja þig, Axel minn.

En; í ljósi allra aðstæðna í landinu, mætti Útvarp Saga - OG HINIR FJÖLMIÐLARNIR LÍKA; EF ÞEIR ÞYRÐU, hvetja til breytts stjórnarfars, í landinu.

Ég hygg, að þú hafir tekið eftir, tilvísun minni, hér að ofan, um sleikjuhátt Jóhönnu og Steingríms, í garð Halldórs Ásgrímssonar, og hans hyskis.

Af hvaða hvötum; skyldi sá undirlægjuháttur þeirra, stafa ?

Væri gott; gætir þú svarað því Axel minn - þó ég geri öngva formlega kröfu, til þess, svo sem.

Eða; þegar Steingrímur skar Engeyjar guttann Bjarna - og vin hans, Þór Sigfússon, ofan úr snörum Sjóvár, forðum.

Ótal dæma; má tína til, um sóðaskap Stjórnarráðs hjúanna.

Hverjir virkilega; heldurðu að myndu sakna þeirra, Axel minn ?

Jú; stöku Möppu afætur, Reykjavíkur skrifræðisins, vafalaust.

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri, að sjálfsögðu /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 18:04

6 identicon

Bloggeigandi!!

Yfirskriftin á þínum pistli er: "Útvarp Saga hvetur...." Ég er ekki að hvetja fólk til eins eða annars. Ég vil bara benda á það að uppnefning á útvarpi Sögu er fáránlegt, og lítið til þess fallið að lægja öldurnar í þessu ófriðarbáli sem forsetakosningarnar eru að verða.

Er þetta einbeittur vilji hjá þér að nefna fjölmiðla ónefnum?. Ef svo er komdu þá með viðurnefni á hina fjölmiðlana. Uppnefni er óþverraháttur af fyrstu gráðu.

Vona að ég hafi rökstutt mál mitt nægilega vel. M/kveðju.

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 18:56

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, ég er ekki í stöðu til þess að rökræða þessi mál við þig að ókönnuðu máli. Aukin heldur þar sem það varðar ekki efni færslunnar. Ég þarf að skoða málið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2012 kl. 20:53

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Jóhanna" það væri kannski ráð að þú kæmir fram undir nafni og segðir hvaða tengingu þú hefur við þessa útvarpsstöð.

En hvað varðar meinta uppnefningu á þessu sora útvarpi, þá hef ég síst notað sterkari orð um stöðina en notuð hafa verið á stöðinni sjálfri um menn og málefni.

Ef þú hefur áhyggjur af "ófriðarbálinu" í þjóðfélaginu þá ættir þú að snúa þér til útvarps Sora og leggja þeim til eitthvað gott, ekki veitir af, því þar er sannarlega ekki rekin ritstjórnarstefna sátta og friðar. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2012 kl. 21:02

9 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Axel Jóhann !

Þakka þér fyrir; hreinskipt svarið, sem vænta mátti (nr. 7).

Fremur; vil ég koma Jóhönnu til nokkurrs liðs, og benda þér á Axel minn, að; hverjar, sem skoðanir okkar eru - hverju sinni, höfum við landsmenn, greiðari aðgang, að Útvarpi Sögu, með okkar viðhorf - en til Ríkisútvarpsins, til dæmis - og samt; er okkur gjört, að greiða nauðungar áskrift að því; hvort heldur, við hlýðum á útvarpsstöðvar þess - eða horfum á Sjónvarpið, eða ekki.

Meira að segja; hin gamalkunna Þjóðarsál - þeirra Sigurðar G. Tómas sonar, og félaga hans, á Rás 2 (um; og eftir 1990), var af okkur tekin, hvað þá, að aðrar skorður voru síðar settar þar, til frjálsra innhring inga, eins; og þú manst. 

Því, er tilvera þess, í núverandi mynd, ósvinna ein, og með öllu óforsvaranleg, fornvinur góður.

Um Útvarp Sögu; gilda hins vegar, frjáls framlög, hvers og eins.

Þar í: liggur stór munur.  

Sömu kveðjur - sem seinustu, vitaskuld / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 21:25

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Jóhanna, þú ættir kannski að kynna þér þau uppnefni sem oft eru höfð í frammi á stöðinni í garð ýmissa sem skötuhjúunum hugnast ekki.

hilmar jónsson, 15.5.2012 kl. 23:23

11 identicon

Bloggeigandi!

Mitt nafn er Jóhanna. Ég segi þér alveg eins og er, að tenging mín við Útvarp Sögu er engin. Þar sem ég hef ekki tækifæri til að hlusta, get ég lítið sagt um innihald hennar.

Margt af mínu skyldfólki hefur enga aðra stöð á, í sínu útvarpi. Ekki get ég merkt það að þetta fólk sé ver upplýst en aðrir á Íslandi.

'Eg vil taka undir með Óskari Helga að engir skattapeningur er með í þeirra rekstri. Það segir mér að þetta fólk er ekki háð ríkinu eða 365 (eru það ekki fjölmiðlar í búnti?)

Hilmar í svari mínu reyni ég að svara þér líka.

Uppnefni á mönnum og málefnum á ekki að eiga sér stað. Þeir sem það leggja fyrir sig, eiga erfitt í sálinni. Þá er eitthvað mikið að...

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 05:05

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, vonandi ertu ekki að segja að þar sem stöðin sé rekin af frjálsum framlögum, þá sé ekki hægt að gera þær kröfur til hennar að þar sé farið að lögum, viðhaft gott málfar og almennir mannasiðir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.5.2012 kl. 07:15

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhanna, það mátti jafnvel skilja, af því hvernig þú orðaðir upphafið á innleggi 6, að þú værir tengd stöðinni eða starfaðir jafnvel þar.

Það bætir varla, sé þér brugðið yfir "uppnefninu" á stöðinni að ég geri slíkt hið sama við aðrar stöðvar. Það geri ég eðlilega ekki, enda hef ég enga ástæðu til þess.

En ég get fullyrt, að fjölluðu aðrar útvarpsstöðvar um menn og málefni á sama hátt og Saga gerir, þá ætti Söguliðið eflaust einhver lýsingarorð yfir hátternið og drægju ekki af sér í notkun þeirra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.5.2012 kl. 07:30

14 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Axel Jóhann !

Í þeirri ólgu; sem nú ríkir í samfélaginu, er vart að búast við, að áður viðteknar kurteisis- og svokallaðar mannasiða reglur, sem við þekktum svo vel, frá okkar yngri árum, séu nú gildandi - hvort heldur; Útvarp Saga, eða þá, aðrir fjölmiðlar, eigi í hlut, fornvinur góður.

Býstu við; að þeir Haqqaní feðgar (Siraj Ud- Din og Jalal Ud- Din) austur Pakistan og Afghanistan, heilsi NATÓ/ESB böðlum Pentagon stríðs útgerðarinnar Vestrænu, á einhvern séstaklegan kompánlegan hátt, áður en þeir feðgar, salla niður Vestrænu drullusokkana, Axel minn, svo dæmi sé tekið ?

Skoðum öll mál; í víðasta samhengi, allra aðstæðna - á hverjum tíma, sem staðháttum, margvíslegum, Skagstrendingur góður.

Ekki lakari kveðjur - en þær fyrri, gott fólk /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.