Jæja þá er Guðjón Þórðarson allur...

...sem þjálfari Grindavíkur, ef einhver fótur er fyrir þeim óstaðfestu flugufregnum sem flugu um bæinn, að ynnist þessi leikur ekki, tilheyrði þjálfarastarf Guðjóns fortíðinni.

Nema auðvitað að hinir sérstöku og undarlegu áhugamenn um Guðjón Þórðarson, sem virðast ráð ferðinni í Grindavík, ákveði að renna enn frekar  í eigin skít og stofna til enn frekari klofnings og líti á glópalánsjafnteflið núna sem eitthvert "Guðjóns kraftaverkið" og kjósi að fresta því enn um sinn að taka á vandanum, með von um betra veður í næsta leik.

Þvílík staða sem það er líka fyrir Grindavík, að standa grafinn á botni deildarinnar og sjá drauminn um toppsæti í deildinni aðeins sem dauft ljós í endanum á löngu röri. Og í sjá þokkabót að Guðjón skyggja á daufa skímuna.

Það er ekki uppbyggilegt fyrir liðið sem slíkt að sjáfyrir sér að leiktíðin framundan fari aðeins í það að forða liðinu frá falli,  verði Guðjón áfram við stýrið.

Ég býð hundinn minn fram sem þjálfara, hann er varla verri en vargurinn, hið minnsta hefur hann engan bitið til þessa.

Burt með varginn, burt með hann!


mbl.is Grindavík tryggði sér stig í uppbótartíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvern beit Guðjón, aftur..

hilmar jónsson, 24.5.2012 kl. 22:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég man ekki hvern hann beit, það var á Akranesi held ég. Þeir geta eflaust hresst upp á minni okkar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.5.2012 kl. 22:12

3 identicon

Guðjón beit Einar Kárason, rithöfund og FRAMara  á lokahófi KSÍ fyrir einhverjum árum !

JR (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:19

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þær upplýsingar JR.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.5.2012 kl. 22:31

5 identicon

Þú ferð ekki að eyðileggja hundinn með því að reyna að kenna honum að sparka bolta.

Heddý (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 14:09

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei elskan, en það mætti hengja einhverja hundakrás á bakhlið Guðjóns og látta þá svo hlaupa, góð þjálfun fyrir báða og gagnleg, ekki hvað síst fyrir þjálfarann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.5.2012 kl. 21:19

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er með öllu óvíst að Guðjón gæfi kost á sjónvarpsviðtali eftir þá raun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.5.2012 kl. 21:21

8 identicon

Kannski þú kennir greyinu að hlaupa ekki á eftir öllu  sem hreyfist þótt þetta gæti verið gott fyrir þá báða en ég veit að Bangsi yrði ánægður með athyglina sem sjónvarpsviðtal færði honum, held nú það

Heddý (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 22:49

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér þætti auðvitað slæmt ef Bangsi biti Guðjón, en ekki svo að ég myndi skamma hann fyrir það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.5.2012 kl. 23:46

10 identicon

Nú fylgist ég ekki með íslenskum fótbolta (enda er hann harðlæstur með myndrænum lyklum), en er kannski smuga fyrir því að Grindvíkingar séu bara jafn slakir í fótbolta og þeir eru góðir í körfubolta (sem ég hef fregnað, þrátt fyrir myndlæsingar)? Heyrði þetta úr Keflavík, vitaskuld... ;-)

Ybbar-gogg (fyrrverandi) (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 00:00

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá er líkt á komið með okkur ég fylgist ekki með boltanum heldur. Það kann sem best að vera að liðið sé slakt. En það þarf ekki skarpan mann til að sjá að þjálfarinn á að peppa liðið upp en ekki brjóta það niður í sjónvarpsviðtölum eftir hvern leik. 

En ég myndi ekki vilja vera með skipstjóra  til sjós sem kæmi eftir hvern róður í fjölmiðlum og úthúðaði mannskapnum fyrir að ekki fiskaðist og segðist vera eini nýti maðurinn um borð, aðrir væru áhugalausir aumingjar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.5.2012 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.