Baráttan um Bessastaði

Niðurstaða skoðanakannana

Það hafa verið í gangi 3 kannanir á síðunni hjá mér undanfarið, en samtengdar. Sama spurningin var borin upp í þeim öllum: 

Ef aðeins tveir eftirtaldir frambjóðendur yrðu í kjöri til embættis forseta Íslands þann 30. júní n.k., hvort myndir þú kjósa? 

Fyrst var Þóru Arnórsdóttur teflt fram gegn Ólafi Ragnari, 600 svöruðu og niðurstaðan varð: 

 

Ólafur Ragnar Grímsson 50.8%

 

Þóra Arnórsdóttir 41.8%

 

Skila auðu- sitja heima 7.3%

 

  
  
  
   
 Síðan var Jóni Val Jenssyni stillt upp gegn Ólafi, 412 svöruðu, niðurstaðan varð:
  

Ólafur Ragnar Grímsson 55.8%

 

Jón Valur Jensson 13.6%

 

Skila auðu – sitja heima. 30.6%

 

  
  
   
 Að lokum var Stefán Jón Hafstein sendur fram gegn Ólafi, 403 svöruðu, hans árangur varð sem hér segir:

Ólafur Ragnar Grímsson 54.3%

 
Stefán Jón Hafstein 32.3%
 
Skila auðu – sitja heima. 13.4%

 Forsetinn er samkvæmt þessu með unnið tafl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ég er ekki einu sinni byrjaður á kosningabaráttunni !

En hvernig datt þér þetta annars í hug, Axel Skagstrendingur?!!

Þú leynir á þér, karlinn. Kannski búinn að fá þér í kollu fyrir helgina.

Jón Valur Jensson, 9.6.2012 kl. 00:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig minnir Jón að ég hafi skorað á þig að bjóða þig fram á sínum tíma. Það var gert í fullri alvöru. Þetta var svona óbein tilraun til að koma þér á "koppinn", ef þannig má að orði komast.

Í kollu já, núna!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2012 kl. 00:32

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Æji hvað þið eruð sætir.

Ég dó pínulítið innan í mér.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.6.2012 kl. 16:43

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Engin ástæða til að deyja, Ingibjörg Axelma. Stranglega bannað reyndar.

Pabbi þinn verður nú að fá að gera að gamni sínu öðru hverju - yfir kollu.

Jón Valur Jensson, 9.6.2012 kl. 18:42

5 identicon

Skil ekkert í honum Jón Vali að bjóða sig ekki fram til forsetaembættis, en mikið er gaman að sjá vini skiptast á skoðunum

Heddý (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 16:21

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Segðu Heddý, þetta var ég að reyna að leiða honum í ljós. Mig grunar að Jón Valur haldi að ég sé að fíflast, en mér var fúlasta alvara með þessu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.6.2012 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband