Tækjaátrúnaður

Það er stöðugt vaxandi að fólk standi slefandi í löngum biðröðum við raftækjaverslanir, jafnvel dögum saman, eftir að koma höndum yfir það nýjasta í tæknibúnaði hverskonar og þar eru símar og annar samskiptabúnaður hvað eftirsóttast. Enginn þykir maður með mönnum nema skarta því nýjasta á því sviði.

508032_24653244-iphone4_l3G símar, iPhone, spjaldtölvur, eða hvað þetta heitir allt saman, eru orðin að hreinum átrúnaði. Þessir nýju guðir samtímans hafa það þó fram yfir gömlu guðina, að þeir sýna þó viðbrögð við ákalli trúandans,  þeir svara hið minnsta bænunum og reyna að uppfylla óskir notandans.

En gömlu guðirnir, Guð, Allah, Óðinn, Shiva, eða hvað þeir kappar heita nú allir saman, eru enn við sama heygarðshornið og þeir hafa verið síðan þeir voru fundnir upp í árdögum  mannkyns og láta enn eins og þeir heyri hvorki né sjái þá sem á skeljunum liggja um heim allan og biðja um áheyrn.

Ætli gömlu guðirnir hreinlega ekki að verða undir í samkeppninni við nýja tækjaátrúnaðinn verða þeir að taka sig saman í andlitinu, appa sig upp eins og það er kallað, og taka upp beint samband við átrúendur sína.

Ef þeir gera það ekki er þeim ekki viðbjargandi frekar en mér, sem er enn að nota 10 ára gamlan síma, sem hægt er að hringja úr og svara hringingum, en fátt annað. Það er víst púkó!  


mbl.is iPhone 5 æðið breiðist út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð og Allah er sami gaurinn :)
En já, það er hlægilegt hvað fólk hleypur mikið á eftir svona.. þó er það skömminni skárra að hlaupa á eftir raunverulegum hlutum en tálsýnum og svindli eins og gömlu guðirnir eru klárlega :)

DoctorE (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 09:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Satt er það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2012 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.