Gylfi er með þetta að venju - eða þannig.

Það gildir einu hver efnahagsvandinn hefur verið á Íslandi síðan 1918, eina efnahagsúrræðið sem beitt hefur verið er gengisfelling á gengisfellingu ofan.

Verði ekkert af upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils, er fastgengi Íslensku krónunnar  engin framtíðar lausn. Því fastgengi krónunnar má breyta með einfaldri lagasetningu.

Ef hinsvegar gildir öðru máli ef gengi krónunnar væri bundið erlendum gjaldmiðli í stjórnarskrá eða á annan þann hátt að ekki yrði hægt að laga gengið að stundarhagsmunum efnahagsins.

Slík króna myndi þá teljast ígildi þess sama erlenda gjaldmiðils og hún er bundin við og yrði þá þörf á upptöku erlends gjaldmiðils?


mbl.is Vill taka upp fastgengisstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég legg til fastgengi við krónu.

Þannig yrði bannað að prenta fleiri krónur en þegar eru í umferð.

Það er einfaldasta leiðin til að koma í veg fyrir bæði gengisfellingu og verðbólgu. Sem er jafnframt ástæðan fyrir því að bæði bankamenn og pólitíkusar myndu berjast af hörku gegn öllum slíkum tillögum.

Stjórnlagaráð setti heldur ekkert slíkt í sínar tillögur að nýrri stjórnarskrá, enda skipað meðal annars bankamönnum og pólitíkusum.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2012 kl. 15:34

2 identicon

Sæll.

Eins og vanalega þegar Gylfi ASÍ opnar munninn veltur vitleysan út úr honum. Honum hefur, einhverra hluta vegna, liðist að beita ASÍ fyrir sinn persónulega málstað - ég get ekki ímyndað mér að meirihluti félaga ASÍ sé fylgjandi ESB aðild eða upptöku evru né fylgjandi Icesave. Velta þarf Gyfla upp úr Icesave stuðningi sínum.

ESB sinnar eins og Gylfi tala um að með evru fáum við aðgengi að lánum á lágum vöxtum. Maðurinn áttar sig ekki á því að lágir vextir eru ein ástæða okkar vandamála og vandamála heimsins. Af hverju er ekki búið að hlæja manninn í burtu?

@GÁ: Fastgengi hefur slæm áhrif á efnahag okkar vegna þess að slík stefna tekur einfaldlega ekki mið af þeim efnahagslega veruleika sem við búum við hverju sinni, líkt og evran gerir Grikkjum og fleiri S-evrópskum ríkjum. Það er ekki óheppni eða tilviljun sem ræður því að t.d. gríski ferðamannaiðnaðurinn starfar langt undir getu.

Hver á viðmiðunin að vera í fastgengi? Aðrir gjaldmiðlar, olía, silfur eða gull? Afskipti af gengi gjaldmiðils, eins og öll önnur opinber afskipti er af hinu slæma. Við sáum það á afskiptum SÍ af gengi krónunnar fyrir hrun og við sjáum það með gjaldeyrishöftunum núna. Fastgengi er ekki lausn okkar vandamála frekar en aðrir stýringarmátar. 

Gjaldmiðlamál eiga ekkert erindi inn í stjórnarskrá frekar en lausaganga búfjár eins og einn stjórnlagameðlimur vill fá þangað inn.  Endurskoðun stjórnarskráarinnar er tóm þvæla og okkur væri nær að fara eftir henni áður en við breytum henni. Þetta hafa sumir löglærðir menn  og lagaprófessorar séð enda blasir þetta við.

Helgi (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.